Steindinn okkar er íslenskur sjónvarpsþáttur sem var sýndur á Stöð 2. Alls voru gerðar þrjár þáttaraðir og var Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í aðalhlutverki í þeim öllum, enda þættirnir við hann kenndan. Fyrsti þátturinn var sýndur 30. apríl 2010, og sá síðasti 11. október 2012. Þættirnir voru sketsaþættir (sketch show) og endaði hver þáttur á tónlistarmyndbandi. Fyrst um sinn skrifuðu Ágúst Bent Sigbertsson, leikstjóri þáttanna, og Steinþór Hróar Steinþórsson handritið, en síðar bættist Magnús Leifsson í hópinn og skrifaði með þeim aðra og þriðju þáttaröð.

Steinþór Hróar Steinþórsson fer alltaf með aðalhlutverk í skensunum, en mikið af leikurum og þekktum aðilum hafa komið fram í þáttunum. Ber þar helst að nefna Erpur Eyvindarson, Dóri DNA, Bergur Ebbi Benediktsson, Davíð Guðbrandsson, Þórunn Antonía Magnúsdóttir, Ólafur Ásgeirsson, María Guðmundsdóttir, Guðrún Ester Árnadóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Snorri Engilbertsson.

Lög úr þáttunum hafa sum verið mjög vinsæl og fengið mikla útvarpsspilunn. Má meðal annars nefna Geðveikt fínn gaur, Djamm í kvöld, Gull af mönnum, Dansa það af mér og Nóttin er ung. Oftast hafa Redd Lights og StopWaitGo unnið lögin með Steindanum okkar. Einnig hafa Ólafur Arnalds, Danni Deluxe, Berndsen, Gísli Pálmi og Ljósvaki unnið að tónlist fyrir þættina. Árið 2011 kom úr geisladiskurinn, Án djóks samt djók, með lögum úr þáttaröð númer eitt og tvö.

Tónlistaratriði

breyta

Hér fyrir neðan er listi yfir öll tónlistaratriðin í þáttunum

Þáttaröð 1 (2010)

breyta
Þáttur Lag Dagsettning (föstudagar)
1 Newcastel United 30. apríl 2010
2 Hún er dama 7. maí 2010
3 Bransasögur 14. maí 2010
4 Faðir Thug 21. maí 2010
5 Geðveikt fínn gaur 28. maí 2010
6 Djöfull er mér heitt 4. júní 2010
7 Ég er api 11. júní 2010
8 (ekkert tónlistaratriði) 18. júní 2010

Þáttaröð 2 (2011)

breyta
Þáttur Lag Dagsettning (fimmtudagar)
1 Djamm í kvöld 7. apríl 2011
2 Alt Mulig Mand 14. apríl 2011
3 Sogblettur 21. apríl 2011
4 Vinnustaðapartí 28. apríl 2011
5 Flagari 5. maí 2011
6 Heima 12. maí 2011
7 Allar konur 19. maí 2011
8 Gull af mönnum 2. júní 2011

Þáttaröð 3 (2012)

breyta
Þáttur Lag Dagsettning (fimmtudagar)
1 Dansa það af mér 23. ágúst 2012
2 Gamall kall 30. ágúst 2012
3 Ekki gefast upp 6. september 2012
4 Rúntarinn 13. september 2012
5 Fjölskylda 20. september 2012
6 Skítasker 27. september 2012
7 Venjulegt fólk 4. október 2012
8 Nóttin er ung 11. október 2012

Steindi sá um skaupið 2013 og 2015 með öðru fólki. Þar var hann með lokalögin: Springum út (2013), Allir með (2015).