FM95BLÖ er íslenskur útvarpsþáttur sem er á dagskrá á útvarpstöðinni FM957, aðalumsjónarmaður þáttarins er Auðunn Blöndal en hann ásamt Agli Einarssyni og Steinþóri Hróari Steinþórssyni sjá um þáttinn í dag. Þátturinn hefur verið á dagskrá síðan 2011.

Saga þáttarinsBreyta

Þegar þættirnir byrjuðu í nóvember 2011 voru þættirnir fjórum sinnum í viku, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga, allt til ársins 2014 þegar hann varð kynnir í Ísland Got Talent. Á þeim árum var Björn Bragi með honum á mánudögum en var fljótt skipt út fyrir Pétri Jóhanni, á þriðjudögum Sverri Þór Sverrissyni eða Sveppa, á fimmtudögum Hjörvar Hafliðason, betur þekktur sem Hjöbba K og Egil Einarsson, betur þekktur sem Gillz á föstudögum. Árið 2014 voru þættirnir einu sinni í viku á föstudögum frá klukkan 16 til 18 og voru umsjónarmenn ásamt Auðunni, Egill Einarsson og Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr.

   Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.