Steypustöðin

íslenskir sjónvarpsþættir (2017-2018)

Steypustöðin voru sjónvarpsþættir sem sýndir voru í tveim þáttaröðum 2017 og 2018. Þættirnir voru blanda af Svínasúpunni og Steindanum okkar. Leikarar voru Steindi JR, Auðunn Blöndal, Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, María Guðmundsdóttir og Alex Leó Kristinsson sem lék flest barnahlutverkin. Í fyrstu þáttaröð var Ágústa Eva Erlendsdóttir með í hópnum. Þættirnir voru 6 í hverri þáttaröð. Leikstjóri var Ágúst Bent Sigurbertsson. Höfundar handrits voru Auðunn Blöndal, Sverrir Þór Sverrisson og Steinþór Hróar Steinþórsson. Í annari þáttaröð bættist leikstjórinn Ágúst Bent Sigurbertsson í hópinn.