Hreinn Skjöldur
íslenskir sjónvarpsþættir (2014-2015)
Hreinn Skjöldur er íslenskur grínþáttur skrifaður af Ágústi Bent Sigurbertssyni, Steinda Jr. og Magnúsi Leifssyni. Ágúst Bent Sigurbertsson leikstýrði þáttunum. Þættirnir voru sýndir á Stöð 2 frá 30. nóvember 2014 til 11. janúar 2015. Leikarar voru Steindi Jr, Pétur Jóhann Sigfússon og Saga Garðarsdóttir. Þættirnir fjalla um daglegt líf Hreins Skjaldars (Steindi Jr), Gunna (Pétur Jóhann) og Hörpu (Saga Garðars). Þættirnir voru 7 talsins.
Þættirnir
breytaListi yfir aðalumræðuefni í hverjum þætti:
- Hreinn Skjöldur fer á AA fundi. Maðurinn sem stjórnar fundunum er að selja drykki sem eru úr heilanum á fólki.
- Hreinn Skjöldur, Gunni og Harpa eru á leið frá þjóðhátíð í Heimaey. Hreinn Skjöldur tekur alla stjórn á skipinu og siglar til partíeyjarinnar.
- Hreinn Skjöldur og Gunni eru á skemmtistað í Reykjavík, eigandi staðarins breytist í eðlu. Gunni fer með fólki í mótmælagöngu til að mótmæla eðlunni.
- Harpa reynir fyrir sér í frisbígolfi. Gunni skráir hana í mót. Hreinn Skjöldur fær stuðningsmannateymi með sér til að hvetja Hörpu.
- Hreinn Skjöldur lendir í slysi sem gerir það að verkum að hann getur borðað endalust. Hann tekur því þátt í kappáti í Surtsey.
- Gunni er ráðinn sem kennari í skóla. Hann þarf hjálp við krakkanna og fær Hreinan Skjöld til að þykjast vera nemandi í bekknum til að hann gæti fengið athygli en hann er ekki mikið að hjálpa Gunna. Skólastjórinn dáleiðir krakkanna til að hlýða sér.
- Hreinn Skjöldur reynir fyrir sér sem rannsóknarlögreglumaður. Hann rannsakar þrjú morð. Harpa skráir sig í ungfrú-ísland. Gunni fær sár og er í félagsskap með ljótu fólki. Þau gefa honum verkefni að drepa Hörpu.