Áramótaskaup 2015

Áramótaskaup 2015 er áramótaskaup sem sýnt var á RÚV, 31. desember 2015. 8. janúar 2016 var skaupið sýnt í lengri útgáfu þar sem ónotuð atriði voru með í útgáfunni. Þar á meðal það umdeilda tólfu-atriði.

Handritshöfundar skaupsins voru Atli Fannar Bjarkason, Guðjón Davíð Karlsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson. Leikstjóri var Kristófer Dignus.