Hversdagsreglur voru íslenskir gamanþættir sýndir á Stöð 2 veturinn 2017-2018. Þættirnir sýndu frá aðstæðum í hversdeginum sem voru leyst í eitt skipti fyrir þau öll. Þættirnir voru 6 og var leikstjóri Lúðvík Páll Lúðvíksson.

Í nefndinni í þáttinum voru Arnar Jónsson (sem stjórnaði nefndinni), Þröstur Leó Gunnarsson, Svandís Dóra Einarsdóttir, Sveinn Geirsson, Hannes Óli Ágústsson, Elísabet Skagfjörð og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Sérfræðingurinn var Brynhildur Guðjónsdóttir og sendarinn Alfreð var Steinþór Hróar Steinþórsson.