Skarðsætt (Suður-Þingeyjarsýslu)
Skarðsætt er ætt kennd við Skarð í Dalsmynni í Suður-Þingeyjarsýslu. Ættina mynda niðjar Jóhanns Bessasonar (1839 – 1912) bónda og smiðs og Sigurlaugar Einarsdóttur (1847 – 1927) húsfreyju þar.
Jóhann var sonur Bessa Eiríkssonar (1804 – 1892) frá Steinkirkju í Fnjóskadal, bónda á Illugastöðum og Margrétar Jónsdóttur (1798 – 1871) frá Heiðarhúsum á Flateyjardalsheiði. Niðjar Eiríks Hallgrímssonar og konu hans Helgu Árnadóttur á Steinkirkju kallast Steinkirkjuætt og er Skarðsætt því undirgrein af henni. Sigurlaug var dóttir Einars Bjarnasonar (1809 – 1872) frá Fellsseli í Ljósavatnshreppi, bónda á Geirbjarnarstöðum í Þóroddsstaðasókn, seinna ráðsmanns í Laufási við Eyjafjörð, og Agötu Einarsdóttur (1812 – 1880) frá Naustavík.
Afkomendur Jóhanns og Sigurlaugar
breytaJóhann og Sigurlaug áttu 13 börn sem upp komust, auk þriggja sem létust nýfædd.
- Skapti Jóhannsson 1867 – 1907
- Svava Jóhannsdóttir 1868 – 1873
- Aðalheiður Jóhannsdóttir 1870 – 1952
- Unnur Jóhannsdóttir 1872 – 1928
- Einar Jóhannsson 1874 – 1875
- Svava Jóhannsdóttir 1875 – 1938
- Laufey Jóhannsdóttir 1877 – 1927
- Hallur Jóhannsson 1880 – 1881
- Björn Jóhannsson 1882 – 1944
- Sigþór Jóhannsson 1885 – 1940
- Jóhann Jóhannsson 1888 – 1917
- Jón Jóhannsson 1889 – 1975
- Sigríður Jóhannsdóttir 1891 – 1968