Steinkirkjuætt
Steinkirkjuætt er ætt kennd við Steinkirkju í Illugastaðasókn í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Ættina mynda niðjar Eiríks Hallgrímssonar (1773 – 1843) bónda og Helgu Árnadóttur (1760 – 1850) húsfreyju þar.
Eiríkur var sonur Hallgríms Jónssonar (1748 – 1789) bónda og Jórunnar Eiríksdóttur (1750 – 1834) húsfreyju, á Skarði í Dalsmynni. Helga var dóttir Árna Þorlákssonar (1731 – 1802) og Halldóru Pálsdóttur (1732 – 1812), sem keyptu Steinkirkju árið 1784, og hafa afkomendur þeirra búið þar síðan. Bessi sonur Eiríks og Helgu var faðir Jóhanns, ættföður Skarðsættar, sem telst því vera kvísl af Steinkirkjuætt.
Afkomendur Eiríks og Helgu
breytaEiríkur og Helga áttu fjögur börn sem komust upp: