Frumbyggjar

fyrstu íbúar á tilteknu svæði

Frumbyggjar eru þeir sem taldir eru fyrstu íbúar í tilteknu landi eða ríki. Þegar talað er um frumbyggja er yfirleitt átt við samfélög sem hafa tiltekna menningu og eru yfirleitt valdalítill einangraður hópur sem misst hefur völd og áhrif í kjölfar landtöku eða nýlendustefnu.

Alþjóðastofnanir sem vinna að málefnum frumbyggja hafa ekki komið sér saman um eina ákveðna skilgreiningu á frumbyggjum, en engu að síður eru þrír meginþættir sem aðgreina frumbyggja.

  1. Frumbyggjar búa yfirleitt innan skilgreindra hefðbundinna landsvæða og telja sig hafa sterk tengsl við þessi landsvæði.
  2. Frumbyggjar viðhalda eigin menningu, atvinnuháttum og stjórnarháttum innan eigin landsvæða. Þá leggja flestir frumbyggjar áherslu á að samlagast ekki almennu þjóðfélagi meirihlutans.
  3. Grundvallarskilyrði fyrir því að hópar séu skilgreindir sem frumbyggjar er að þeir sjálfir skilgreini sig sem frumbyggja.

Sameinuðu þjóðirnar áætla að frumbyggjar í heiminum séu rúmlega 370 milljónir talsins og að þeir búi í rúmum 70 þjóðríkjum. Flestir frumbyggjar búa í Asíu og Suður-Ameríku. Í langflestum tilvikum eru frumbyggjar valdalitlir og einangraðir minnihlutahópar, sem búa við meiri fátækt, lakara heilsufar og verri aðgang að menntun en aðrir sambærilegir hópar. Þá eru fordómar gagnvart frumbyggjum afar algengir.

Frumbyggjar hafa á síðustu áratugum 20. aldarinnar og í upphafi 21. aldar stundað mikla réttindabaráttu á alþjóðavettvangi sem hefur borið umtalsverðan árangur. Helst ber að nefna stofnun Frumbyggjaráðs Sameinuðu þjóðanna og „Réttindayfirlýsingu frumbyggja“ sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tók til umfjöllunar haustið 2006.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.