Núverandi fáni Panama. Hlutföll eru 2:3

Núverandi fáni Panama tók gildi 4. júní 1904. Maria Ossa de Amador, eiginkonu forsetans Manuel Amador Guerrero, er eignuð hönnunin.

Aðrar tillögur um fánaBreyta

 
Önnur tillaga að fána Panama sem ekki hlaut hljómgrunn.

Frakkinn Philippe-Jean Bunau-Varilla teiknaði fyrsta fánann sem gerð var tillaga um. Þótti sú teikning minna nokkuð á fána Bandaríkjanna, með liggjandi borða og ferhyrning með tveimur gylltum sólum sem áttu að tákna þá tvo hluti sem sameinuðust við byggingu Panama-skurðsins.

Teikningu Bunau-Varilla var þó ekki ýkja vel tekið af leiðtoga landsins Manuel A. Guerrero, sem í staðinn stóð á bak við núverandi fána sem á að tákna einingu stjórnmálaflokka landsins.

HeimildirBreyta