Eldlandið

(Endurbeint frá Eldland)

Eldlandið (spænska: Tierra del Fuego) er eyjaklasi syðst í Suður-Ameríku. Stóra Eldlandsey (Isla Grande de Tierra del Fuego) er stærst og fjölmennust eyjanna. Eldlandið hefur skipst milli Chile og Argentínu síðan 1881. Tréð snælenja er algengt þar.

Gervihnattamynd af Eldlandinu (syðst) og Magellansundi
Vilhjálmshöfn í Síle.
Úsúaja í Argentínu.

Evrópumenn á vegum Magellans komu fyrst í leiðangur til eyjaklasans árið 1520, vegna þeirra fjölmörgu bála sem innfæddir höfðu gert fékk klasinn nafnið „Eldlandið“.

Í norðrinu er olíuvinnsla helsti iðnaðurinn, í suðrinu er það ferðamennska og þjónusta við leiðangra til Suðurskautslandsins.