1588
ár
(Endurbeint frá MDLXXXVIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1588 (MDLXXXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Oddur Einarsson varð Skálholtsbiskup.
- Arngrímur Jónsson lærði varð skólameistari í Hólaskóla.
- Lauritz Tygesen Kruse varð höfuðsmaður á Íslandi.
- Vermenn á leið yfir Tvídægru lentu í hrakningum og dóu þrettán, en margir kólu og örkumluðust á höndum og fótum, að því er segir í Skarðsárannál.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 4. apríl - Kristján 4. varð konungur Danmerkur, 11 ára gamall, eftir lát föður síns Friðriks 2.
- 12. maí - Hinrik hertogi af Guise tók völdin í París og Hinrik 3. konungur neyddist til að flýja borgina.
- 28. maí - Flotinn ósigrandi hélt af stað úr höfnum á Spáni og tók stefnu á Ermarsund. Í flotanum voru 130 herskip og á þeim 30.000 menn. Það tók flotann þrjá daga að láta úr höfn vegna þess hve skipin voru mörg.
- Júlí - Hinrik 3. Frakkakonungur lét undan kröfum hertogans af Guise og fékk að snúa sftur til Parísar.
- 29.-30. júlí - Englendingar undir forystu Howards lávarðar og Francis Drake unnu sigur á Flotanum ósigrandi.
- 23. desember - Hinrik 3. Frakkakonungur réðist til atlögu gegn leiðtogum Kaþólska bandalagsins, hertoganum af Guise og kardínálanum bróður hans, og lét drepa þá.
Fædd
- 8. apríl - Thomas Hobbes, enskur heimspekingur (d. 1679).
- 13. maí - Ole Worm, danskur læknir og fornfræðingur (d. 1654).
- 8. september – Marin Mersenne, franskur munkur, stærðfræðingur og heimspekingur (d. 1648).
- Sacharias Jansen, hollenskur sjóntækjafræðingur (d. 1628).
Dáin
- 4. apríl - Friðrik 2. Danakonungur (f. 1534).