1627
ár
(Endurbeint frá MDCXXVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1627 (MDCXXVII í rómverskum tölum) var 27. ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 13. apríl - Pólsk-litháíska samveldið vann sigur á Svíum í orrustunni við Hammerstein.
- 25. maí - Gústaf 2. Adolf særðist við Danziger Haupt í orrustu við Pólsk-litháíska samveldið.
- 20. júní - Tyrkjaránið í Grindavík: Sjóræningjar undir stjórn Murat Reis (Hollendingsins Jan Janszoon) hernámu fimmtán Grindvíkinga.
- 4.-13. júlí - Tyrkjaránið á Austfjörðum: Sjóræningjar frá Barbaríinu rændu og rupluðu í Berufirði og víðar á sunnanverðum Austfjörðum og hernámu 110 manns.
- 16. júlí - Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum: Sjóræningjar frá Barbaríinu hernámu 234 Vestmannaeyinga og drápu 36.
- 22. júlí - Englendingar, undir stjórn Buckinghams hertoga, réðust á Réeyju til stuðnings húgenottum í La Rochelle.
- 27. júlí - Jarðskjálfti eyddi bæina San Severo og Torremaggiore á Ítalíu.
- September - Umsátrið um La Rochelle hófst.
Ódagsettir atburðir
breytaFædd
breyta- 25. janúar - Robert Boyle, írskur efnafræðingur (d. 1696).
- 29. nóvember - John Ray, enskur líffræðingur (d. 1705).
Dáin
breyta- 21. júlí - Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum (f. 1541).
- 28. október - Jahangir, mógúlkeisari (f. 1569).
- Herdísi Guðmundsdóttur drekkt í Miðdölum í Dalasýslu, fyrir sakir dulsmáls.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.