Umsátrið um La Rochelle

Umsátrið um La Rochelle var atburður í Húgenottauppreisninni og markar hátind átakanna milli mótmælenda og kaþólikka í Frakklandi. Umsátrinu lauk með algjörum sigri konungsins, Loðvíks 13., yfir húgenottum í La Rochelle þrátt fyrir stuðning Englendinga við þá síðarnefndu.

Richelieu kardináli í umsátrinu. Málverk eftir Henri Motte frá 1881.

Liðsöfnun konungs við La Rochelle hófst í ágúst 1627 og 10. september var fyrstu fallbyssuskotunum hleypt af. Hermenn í umsátursliðinu voru um 30.000 en íbúar borgarinnar (sem var þá önnur eða þriðja stærsta borg Frakklands) um 27.000. Borgin gafst upp eftir fjórtán mánaða umsátur 28. október 1628.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.