1649
ár
(Endurbeint frá MDCXLIX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1649 (MDCXLIX í rómverskum tölum) var 49. ár 17. aldar sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en mánudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 30. janúar - Karl 1. Englandskonungur var hálshöggvinn í Bretlandi og Enska samveldið tók við af konungsveldinu.
- 30. janúar - Karl Stúart, sonur Karls 1. í útlegð í Haag, lýsti sjálfan sig Englandskonung.
- 5. febrúar - Karl 2. var hylltur sem konungur Skotlands in absentia.
- 10. mars - Karl 10. Gústaf var útnefndur eftirmaður Kristínar Svíadrottningar.
- 11. mars - Franska borgarastyrjöldin: Uppreisnarmenn og konungdæmið gerðu með sér friðarsamning í Rueil.
- 19. mars - Enska fulltrúaþingið afnam enska lávarðaþingið með þeim orðum að það væri gagnslaust og hættulegt íbúum Englands.
- Maí - Robert Blake varð flotaforingi í enska flotanum.
- 17. maí - Banbury-uppreisninni innan New Model Army lauk og uppreisnarmenn voru hengdir.
- Í júlí - Íslendingar sóru Friðriki 3. hollustueiða á Alþingi.
- 15. ágúst - Robert Blake njörvaði flota Róberts Rínarfursta sem gerði Oliver Cromwell kleyft að hefja innrás á Írlandi.
- September - René Descartes flutti til Svíþjóðar til að gerast kennari Kristínar Svíadrottningar.
- 2. september - Ítalska borgin Castro var lögð í rúst af hersveitum Innósentíusar 10. páfa.
Ódagsettir atburðir
breyta- Fyrsta auglýsingin á Íslandi - „Það andlega sigurverk“ - gefin út af Þórði Þorlákssyni biskup.
- Guðmundur Andrésson, íslenskur málfræðingur, var fangelsaður í Bláturni í Kaupmannahöfn fyrir níðkvæði.
- Hræringar sálarinnar eftir René Descartes kom út.
Fædd
breyta- 2. febrúar - Benedikt 2. páfi (d. 1730).
- 8. febrúar - Gabriel Daniel, franskur sagnaritari (d. 1728).
- 23. júlí - Klemens 11. páfi (d. 1721).
- 15. september - Titus Oates, enskur prestur (d. 1705).
Dáin
breyta- 30. janúar - Karl 1. Englandskonungur (f. 1600).
- 14. maí - Friedrich Spanheim, hollenskur guðfræðingur (f. 1600).
- 3. október - Giovanni Diodati, svissneskur prestur (f. 1576).