1691
ár
(Endurbeint frá MDCXCI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1691 (MDCXCI í rómverskum tölum) var 91. ár 17. aldar sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 5. mars - Níu ára stríðið: Franskur her settist um spænska bæinn Mons.
- 20. mars - Uppreisn Leislers: Jacob Leisler gafst upp fyrir nýjum landstjóra í New York.
- 29. mars - Bærinn Mons gafst upp fyrir umsátursmönnum.
- 6. maí - Spænski rannsóknarrétturinn neyddi 219 gyðinga í Palma á Majorka til að skírast. Þegar 37 reyndu að flýja eyjuna voru þeir brenndir lifandi.
- 16. maí - Jacob Leisler var hengdur fyrir drottinsvik.
- Júní - Akmeð 2. varð Tyrkjasoldán.
- 12. júlí - Antonio Pignatelli varð Innósentíus 12. páfi.
- 12. júlí - Her Vilhjálms sigrar her Jakobs 2. í orrustunni við Aughrim.
- 3. október - Limerick-sáttmálinn batt endi á átök milli Vilhjálms og Jakobíta á Írlandi.
Ódagsettir atburðir
breyta- Dúnkarkar skutu á enskar duggur og rændu fé í landi í Norðfirði.
- Michel Rolle fann upp setningu Rolles.
- Plymouth-nýlendan var innlimuð í Massachusettsflóanýlenduna í Nýja Englandi.
- Kalkamongólar gáfust upp fyrir Kingveldinu; Þar með var stærstur hluti þess sem í dag er Mongólía orðinn hluti af Kína.
Fædd
breyta- 25. ágúst - Alessandro Galilei, ítalskur arkitekt (d. 1736).
- 28. október - Peder Wessel Tordenskjold (d. 1720), norsk sjóhetja í Norðurlandaófriðnum mikla 1700-1721.
- 7. desember - Ólafur Gíslason, biskup í Skálholti frá 1747 (d. 1753).
Dáin
breyta- 1. febrúar - Alexander 8. páfi (f. 1610).
- 23. júní - Súleiman 2. Tyrkjasoldán (f. 1642).
- 8. desember - Richard Baxter, enskur guðfræðingur (f. 1615).
- 30. desember - Robert Boyle, írskur efnafræðingur (f. 1627).
- Tveir menn hengdir fyrir þjófnað í Snæfellsness- og Hnappadalasýslu, Einar Gíslason og Eiríkur Gíslason.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.