1670
ár
(Endurbeint frá MDCLXX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1670 (MDCLXX í rómverskum tölum) var 70. ár 17. aldar sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 18. janúar - Sjóræninginn Henry Morgan náði Panamaborg á sitt vald.
- 9. febrúar - Kristján 5. var smurður sem konungur Danmerkur.
- 2. maí - Hudsonflóafélagið (The Governor and Company of Adventurers of England trading into Hudson's Bay) var stofnað með konungsleyfi.
- 26. maí - Karl 2. Englandskonungur og Loðvík 14. Frakkakonungur gerðu með sér leynilegan friðarsamning þar sem Loðvík lofaði að greiða Karli 200.000 pund árlega en Karl á móti lofaði að létta á andkaþólskri löggjöf í Englandi, styðja Frakka gegn Hollendingum og snúast sjálfur til kaþólskrar trúar.
- 24. júní - Stenka Rasín réðist inn í Astrakan, rændi borgina og stofnaði þar kósakkalýðveldi.
- 1.-5. september - Réttað var yfir William Penn og William Mead þar sem þeir höfðu haldið kvekaramessu í London.
- 24. nóvember - Loðvík 14. gaf út framkvæmdaleyfi fyrir byggingu öryrkjaheimilisins Les Invalides í París.
Ódagsettir atburðir
breyta- Galdramál: Sigmundur Valgarðsson og Eyjólfur Jónsson frá Trékyllisvík voru hýddir fyrir galdra.
- Gísli Magnússon (Vísi-Gísli) skrifaði til sonar síns Björns, í Kaupmannahöfn, og biður hann um að senda sér fræ af furu, greni, eik, beyki, hör og hampi, sem og enskar kartöflur, sem þá höfðu ekki borist til Danmerkur.
- Höfuðborg Malíveldisins, Niani, var rænd af mönnum frá hinu rísandi Segouveldi.
Fædd
breyta- 12. maí - Ágúst sterki, Póllandskonungur (d. 1733).
- 18. júlí - Giovanni Battista Bononcini, ítalskt tónskáld (d. 1747).
- 19. júlí - Richard Leveridge, enskur söngvari og tónskáld (d. 1758).
Dáin
breyta- 19. febrúar - Friðrik 3. Danakonungur (f. 1609).
- 23. apríl - Loreto Vittori, ítalskt tónskáld (f. 1604).
- 15. nóvember - Comenius, tékkneskur rithöfundur (f. 1592).
Tilvísanir
breyta- ↑ Gísli var sonur sonur Sveins „Skotta“, sem hengdur var árið 1648, og sonarsonur fjöldamorðingjans Axlar-Bjarnar sem tekinn var af lífi árið 1596 að Laugarbrekku.
- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.