Beyki (áður einnig kallað bæki) (fræðiheiti: Fagus) er ættkvísl skammærra trjáa af beykiætt sem finnst í tempraða beltinu í Evrópu og Norður-Ameríku. Beykitré geta orðið allt að 35 m há. Þau eru með egglaga, heilrend laufblöð sem hafa lítið eitt bugðótta jaðra, blóm í hnoðum og eru með sléttan, gráleitan börk. Beykiviður er auðunninn og notaður m.a. í húsgögn o.fl. Beyki þrífst illa á Íslandi, en myndaði þó fræ nýlega−það var haustið 2007 í garðinum Hellisgerði í Hafnarfirði; trén voru um 80 ára gömul.[1]

Beyki
Lauf skógarbeykis
Lauf skógarbeykis
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Beykiætt (Fagaceae)
Ættkvísl: Fagus
L.
Tegundir

Í Bygging og líf plantna. Grasafræði, eftir Helgi Jónsson, segir: Beykið skyggir meira og þolir skuggann betur, og er því skuggatré en eikin er ljóstré.

Eitt og annað

breyta
  • Orðið bækistöð á sér aðrar myndir sem eru: beykistöð eða beykistaða. Sumir telja að orðið hafi verið haft um birgðarstöð beykis í fyrstu. Orðsifjaorðabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar bætir þó við: vafasamt [er þó að orðið] sé dregið af viðarheitinu.
  • Varast ber að rugla saman beyki og beyki (nf. beykir) sem þýðir tunnusmiður.
  • Ölbæki er ölker úr beykitré.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. janúar 2012. Sótt 27. janúar 2012.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.