1654
ár
(Endurbeint frá MDCLIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1654 (MDCLIV í rómverskum tölum) var 54. ár 17. aldar sem hófst á fimmtudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en sunnudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- 5. apríl - Westminstersáttmálinn batt endi á fyrsta stríð Englands og Hollands
- 3. júní - Loðvík 14. var krýndur konungur Frakklands í Rheims.
- 6. júní - Karl 10. Gústaf tók við konungdómi í Svíþjóð þegar Kristín Svíadrottning sagði af sér. Sama dag tók Kristín upp kaþólska trú.
- 10. júlí - Peter Vowell og John Gerard voru teknir af lífi fyrir að ætla að ráða Oliver Cromwell af dögum.
- 3. september - Lýðveldisflokkurinn á Afgangsþinginu dró völd Cromwells í efa.
- 12. september - Cromwell skipaði svo fyrir að þeir þingmenn sem væru honum andsnúnir á Afgangsþinginu skyldu útilokaðir.
- 12. október - Sprengingin í Delft í Hollandi eyðilagði stóran hluta borgarinnar.
- 31. október - Friðrik María var krýndur kjörfursti í Bæjaralandi.
- 23. nóvember - Blaise Pascal lenti í slysi sem leiddi til þess að hann fékk opinberun og gerðist trúaður.
Fædd
breyta- 4. maí - Kangxi keisari í Kína (d. 1722).
- 9. júlí - Reigen Japanskeisari (d. 1732).
- 27. desember - Jakob Bernoulli, svissneskur stærðfræðingur (d. 1705).
Dáin
breyta- 17. janúar - Paulus Potter, hollenskur listamaður (f. 1625).
- 28. ágúst - Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar (f. 1583).
- 31. ágúst - Ole Worm, danskur vísindamaður (f. 1588).
- 30. október - Komyo annar, Japanskeisari (f. 1633).
- 20. september - Upphaf galdrafársins á Íslandi[1] þegar teknir voru af lífi, með brennu, Þórður Guðbrandsson og Egill Bjarnason fyrir galdra í Trékyllisvík á Ströndum. Þórður og Egill voru brenndir í sama bálinu, það var „fimmtudag næstan fyrir imbruviku um haustið“. Grímur Jónsson var tekinn af lífi á sömu slóðum, með sömu aðferð, fyrir sömu sakir nokkrum dögum síðar.[2]
Ódagsett
breyta- Guðmundur Andrésson, íslenskur málfræðingur (f. um 1615).
Tilvísanir
breyta- ↑ Þó ekki alfyrsta galdrabrennan, sem fór fram tæpum þremur áratugum fyrr, árið 1625.
- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.