Fjórföld tvenna

(Endurbeint frá Fimmföld tvenna)

Fjórföld tvenna er hugtak í körfubolta og á við um það þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í fjórum af eftirfarandi fimm: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum.

Í efstu deildum og bikarkeppnum á Íslandi

breyta
Dagsetning Nafn Deild Lið Andstæðingar Stig Fráköst Stoðsendingar Stolnir boltar Varin skot Framlenging Tilvísun
15. október 1996 Penny Peppas 1. deild kvenna1 Grindavík ÍR 52 16 11 10 Nei [1][2]
16. mars 2000 Brenton Birmingham Úrslitakeppni karla Grindavík Keflavík 17 14 10 10 Nei [3]
17. apríl 2001 Brenton Birmingham Úrslitakeppni karla Njarðvík Tindastóll 28 10 11 11 Nei [4]
10. nóvember 2005 Reshea Bristol Iceland Express-deild kvenna Keflavík Grindavík 30 16 10 10 Nei [5]
25. september 2009 Heather Ezell Powerade-bikar kvenna Haukar Njarðvík 24 13 10 10 Nei [6][7]
9. janúar 2010 Heather Ezell Iceland Express-deild kvenna Haukar Valur 25 15 11 10 Nei [8][9]
3. desember 2017 Kristen Denise McCarthy Domino's deild kvenna Snæfell Njarðvík 31 15 10 12 Nei [10][11]

1 Efsta deild kvenna hét 1. deild kvenna frá 1952 til 2007 en þá var nafni hennar breytt í Úrvalsdeild kvenna.

  • Helena Sverrisdóttir var með fjórfalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka veturinn 2003-2004 í 2. deild kvenna (nú 1. deild kvenna). Í 16 leikjum var hún með 37,6 stig, 13,3 fráköst, 11,6 stoðsendingar og 10,2 stolna bolta að meðaltali í leik.[12]
  • Þann 5. janúar 2019 var Sylvía Rún Hálfdanardóttir hjá Þór Akureyri með fjórfalda tvennu, 11 stig, 13 fráköst, 10 stoðsendingar og 10 stolna bolta, í sigri á móti Njarðvík í 1. deild kvenna.[13][14]

Í efstu deild karla var ekki farið að telja fráköst, stoðsendingar og stolna bolta fyrr en tímabilið 1988-1989 og varin skot fyrr en 1994-1995. Í efstu deild kvenna var ekki farið að telja þessa tölfræði þætti fyrr en tímabilið 1994-1995.

Dagsetning Nafn Lið Andstæðingar Stig Fráköst Stoðsendingar Stolnir boltar Varin skot Framlenging Tilvísun
18. október 1974 Nate Thurmond Chicago Bulls Atlanta Hawks 22 14 13 12 [15]
18. febrúar 1986 Alvin Robertson San Antonio Spurs Phoenix Suns 20 11 10 10 Nei [16]
29. mars 1990 Hakeem Olajuwon Houston Rockets Milwaukee Bucks 18 16 10 11 Nei [17]
17. febrúar 1994 David Robinson San Antonio Spurs Detroit Pistons 34 10 10 10 Nei [18]

Þeir sem voru nærri því að ná fjórfaldri tvennu

breyta

3. mars 1990 náði Hakeem Olajuwon, leikmaður Houston Rockets, 29 stigum, 18 fráköstum, 10 stoðsendingum og 11 vörðum skotum í leik gegn Golden State Warriors.[19] Eftir leikinn var talan hins vegar leiðrétt og fjöldi stoðsendinganna sagður níu.[20][21] NBA-deildin telur þetta tilfelli því ekki sem fjórfalda þrennu.

Meðal annarra sem voru nærri því að ná fjórfaldri þrennu eru:

Fimmföld tvenna

breyta

Fimmföld tvenna er það þegar leikmaður nær tveggja stafa tölu í öllum af eftirfarandi fimm: stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum.[22] Það eru tvö þekkt tilvik af fimmfaldri tvennu, báðar í bandaríska menntaskólaboltanum. Sú fyrri var hjá Tamika Catchings hjá Duncanville menntaskólanum þar sem hún var með 25 stig, 18 fráköst, 11 stoðsendingar, 10 stolna bolta og 10 varin skot í leik árið 1997.[23] Sú seinni var 7. janúar 2012 þegar Aimee Oertner hjá Northern Lehigh menntaskólanum var með 26 stig, 20 fráköst, 10 stoðsendingar, 10 stolnir boltar og 11 varin skot.[24]

Neðanmálsgreinar

breyta
  1. UMFG - ÍR - 15. október 1996
  2. PENNY Peppas körfuknattleikskona í Grindavík
  3. UMFG - Keflavík - 15. 16. mars 2000
  4. Njarðvík Íslandsmeistari
  5. Keflavík - UMFG - 10. nóvember 2005
  6. Haukar - Njarðvík - 25. september 2009
  7. Heather Ezell með fjórfalda tvennu í fyrsta leiknum
  8. Valur - Haukar - 9. janúar 2010
  9. Er Heather Ezell að senda valnefndinni skilaboð?
  10. Snæfell - Njarðvík - 3. desember 2017
  11. Snæfell með sigur á Njarðvík
  12. Tölfræði - Haukar
  13. Njarðvík - Þór Akureyri: 5. janúar 2019
  14. „Þrennuvaktin: Sylvía Rún með fjórfalda tvennu!“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2019. Sótt 6. janúar 2019.
  15. NBA.com: Nate Thurmond Bio
  16. San Antonio Spurs History
  17. „HOU/MIL Box Score (1990-03-29)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. apríl 2009. Sótt 28. maí 2009.
  18. „HOU/MIL Box Score (1990-03-29)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. apríl 2009. Sótt 28. maí 2009.
  19. „HOU/GSW Box Score (1990-03-03)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2013. Sótt 28. maí 2009.
  20. Marc Stein's Weekend Dime (6. febrúar 2009)
  21. „Will the NBA ever produce another quadruple-double?“
  22. Araton, Harvey (1. apríl 1997). „What's Next at Tennessee? 3 Top Recruits“. The New York Times. Sótt 10. júní 2009.
  23. „Tamika Catchings, Tennessee“. CNN/Sports Illustrated. Time Warner Company. 1998. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. september 2000. Sótt 10. júní 2009.
  24. „Northern Lehigh High School girls basketball coach allows for disturbing statistical display“. Sótt 9. janúar 2012.

Tengt efni

breyta