Clyde Austin Drexler (fæddur 22. júní 1962 í New Orleans í Louisiana) er bandarískur fyrrverandi körfuknattleiksmaður í NBA-deildinni. Drexler var skotbakvörður og spilaði lengst af fyrir Portland Trail Blazers. Hann var tíu sinnum valinn í stjörnuleik NBA-deildarinnar og var valinn í hóp 50 bestu leikmanna deildarinnar frá upphafi árið 1996. Drexler vann gullverðlaun á sumarólympíuleikunum árið 1992 og NBA-meistaratitil með Houston Rockets árið 1995.

Clyde Drexler
  Þetta æviágrip sem tengist körfuknattleik er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.