Houston Rockets
Houston Rockets er körfuboltalið frá Texas sem spilar í NBA deildinni. Liðið var stofnað árið 1967 í borginni San Diego. Árið 1971 flutti liðið til Houston. Undir forystu Hakeem Olajuwon vann liðið NBA meistaratitla 1994 og 1995. Liðið hefur unnið vesturdeildina fjórum sinnum.
Houston Rockets | |
Deild | Suðvesturiðill, Vesturdeild, NBA |
Stofnað | 1967 |
Saga | San Diego Rockets 1967–1971 Houston Rockets 1971- |
Völlur | Toyota Center |
Staðsetning | Houston, Texas |
Litir liðs | rauður, silfur, svartur og hvítur |
Eigandi | Tilman Fertitta |
Formaður | Daryl Morey |
Þjálfari | Mike D'Antoni |
Titlar | 2 (1994 og 1995) |
Heimasíða |
Meðal annarra þekktra leikmanna eru Moses Malone (Most valuable player, MVP, tvisvar og fór í úrslit með liðið 1981), Clyde Drexler og James Harden (MVP árin 2018 og 2019).
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Houston Rockets.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Houston Rockets“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. feb. 2019.