Helena Sverrisdóttir

Helena Sverrisdóttir (fædd 11. mars 1988) er íslenskur fyrrum körfuknattleikskona. Helena var um margra ára skeið besta körfuknattleikskona Íslands en hún hefur verið valin Körfuknattleikskona árins 12 sinnum og hefur hlotið nafnbótina lang oftast kvenna á Íslandi. Helena var lykilleikmaður Vals árið 2019 og leiddi lið sitt til deildarmeistaratitils, Íslandsmeistaratitils og Bikarmeistaratitils en þetta voru fyrstu stóru titlar kvennakörfunnar í Val.[1] Á ferlinum varð hún fimm sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Hún varð einnig tvívegis Slóvakíumeistari og þrívegis bikarmeistari þar í landi.

Helena Sverrisdóttir
Persónulegar upplýsingar
Fæðingardagur11. mars 1988 (1988-03-11) (36 ára)
Reykjavík, Ísland
Hæð184 cm (6 ft 0 in)
Körfuboltaferill
HáskóliTCU (2007–2011)
LandsliðÍsland (2002–2023)
Leikferill2000–2023
LeikstaðaFramherji
Liðsferill
Sem leikmaður:
2000–2007Haukar
2011–2013Good Angels Kosice
2013–2014Diósgyőri VTK
2014–2015CCC Polkowise
2015–2018Haukar
2017–2018→ Good Angels Kosice
2018Ceglédi EKK
2018–2021Valur
2021–2023Haukar
Sem þjálfari:
2015–2016Haukar
2020–2021Valur (aðstoðarþ.)

Landsliðsferill

breyta

Helena er leikjahæsti leikmaður í sögu Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik en hún lék 81 leik á árunum 2002 til 2023.[2][3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Helena Sverrisdóttir Körfuknattleikskona ársins 2019“. www.valur.is. Sótt 8. febrúar 2021.
  2. „KKÍ | A landslið“. kki.is. Sótt 2. desember 2017.
  3. „Sú besta hætt eftir 30 ár í körfubolta“. Morgunblaðið. 19. nóvember 2023. Sótt 19. nóvember 2023.