Los Angeles Clippers
Los Angeles Clippers er körfuboltalið frá Los Angeles í Kaliforníu sem spilar í NBA deildinni.
Los Angeles Clippers | |
Deild | Kyrrahafsriðill, Vesturdeild, NBA |
Stofnað | 1970 |
Saga | Buffalo Braves 1970–1978 San Diego Clippers 1978–1984 Los Angeles Clippers 1984–nú |
Völlur | Intuit Dome |
Staðsetning | Los Angeles, Kaliforníu |
Litir liðs | |
Eigandi | Steve Balmer |
Formaður | Lawrence Frank |
Þjálfari | Doc Rivers |
Titlar | 0 NBA titlar 0 deildartitlar 2 riðilstitlar (2013, 2014) |
Heimasíða |
Félagið var stofnað árið 1970 í Buffalo í New York-fylki áður en það flutti til Kaliforníu, fyrst til San Diego og svo Los Angeles. Clippers nafnið er tilvísun í skip á San Diego-flóa. Liðið hefur lengi fallið í skuggann á Lakers þar sem árangur liðsins hefur verið dapur lengst af. Liðið komst í fyrsta sinn í undanúrslit vesturdeildar árið 2021.