Golden State Warriors

Golden State Warriors er körfuboltalið frá Kaliforníu sem spilar í NBA deildinni. Liðið var stofnað árið 1946 í borginni Philadelphia og fluttist milli fylkja árið 1962; til Kaliforníu. Fyrst til San Francisco og svo til Oakland. Liðið flutti árið 2019 aftur til San Francisco. Golden State er í 3. sæti yfir flesta unna titla í NBA ásamt 7 talsins.

Golden State Warriors
Merki félagsins
Golden State Warriors
Deild Kyrrahafsriðill, Vesturdeild, NBA
Stofnað 1946
Saga Philadelphia Warriors
1946–1962
San Francisco Warriors
1962–1971
Golden State Warriors
1971–
Völlur Chase Center
Staðsetning San Francisco, Kalifornía
Litir liðs hvítur, blár, svartur og gulur
                  
Eigandi Joe Lacob
Formaður Rick Welts
Þjálfari Steve Kerr
Titlar 7 (1947, 1956, 1975, 2015, 2017, 2018, 2022)
Heimasíða
Wilt Chamberlain var með að meðaltali 41.5 stig og 25 fráköst fyrir Warriors.
Stephen Curry.

Wilt Chamberlain sem talinn er einn besti körfuknattleiksmaður allra tíma spilaði með liðinu árin 1959–1965.

Frá um 2014 hefur liðið verið á sigurbraut og unnið þrjá titla og sett met yfir sigra í NBA yfir eitt tímabil (73 sigrar á móti 9 töpum.). Warriors mætti Cleveland Cavaliers fjögur ár í röð 2015-2018 en Cleveland sigraði aðeins einu sinni (2016). Liðið tapaði fyrir Toronto Raptors 2-4 í úrslitum 2019. Árið 2022 mætti Golden State svo Boston Celtics í úrslitum og vann sinn 4. titil á 7 árum.

Meðal þekktra leikmanna í liðsins síðustu ár eru Stephen Curry, Kevin Durant, Draymond Green og Klay Thompson.

Heimild

breyta