Evrópukeppnin í knattspyrnu 2021

Evrópukeppnin í knattspyrnu 2021 er keppni sem var fyrirhuguð árið 2020 og átti að fara fram í 12 borgum í 12 löndum Evrópu frá 12. júní til 12. júlí. Vegna kórónaveirufaraldurs, óvissu vegna þróunarinnar tengd henni og frestun deilda innan landa var ákveðið að fresta keppninni til 2021.

Keppnin verður haldin víðs vegar í álfunni til að halda upp á 60 ára afmæli keppninnar. Portúgal er ríkjandi meistari. Myndbandsdómgæsla verður notuð í fyrsta sinn í evrópukeppni. 20 lið komast á mótið úr undankeppninni en 4 lið fara í umspil, þar á meðal Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu.

Lið sem komin eru áfram eru Belgía, Ítalía, Rússland, Úkraína, Pólland, England, Spánn, Frakkland, Tyrkland, Tékkland, Svíþjóð, Króatía, Austurríki, Portúgal, Sviss, Þýskaland, Holland, Danmörk, Svíþjóð Finnland

Meðal leikvanga eru: Stadio Olimpico í Róm, Wembley í London, Parken í Kaupmannahöfn, Hampden Park í Glasgow, Allianz Arena í München, Puskas Arena í Búdapest, Friends Arena í Stokkhólmi, Johan Cruyff Arena í Amsterdam, Aviva Stadium í Dublin, Krestovsky Stadium í St. Pétursborg og Olympic Stadium í Baku.