Eiður Smári Guðjohnsen

íslenskur knattspyrnumaður og álitsgjafi
(Endurbeint frá Eidur Gudjohnsen)

Eiður Smári Guðjohnsen (f. 15. september 1978) er íslenskur fyrrum knattspyrnumaður og núverandi álitsgjafi um enska boltann hjá Sjónvarpi Símans.

Eiður Smári Guðjohnsen
Upplýsingar
Fullt nafn Eiður Smári Guðjohnsen
Fæðingardagur 15. september 1978 (1978-09-15) (46 ára)
Fæðingarstaður    Reykjavík, Ísland
Hæð 185 cm
Leikstaða Sóknartengiliður
Yngriflokkaferill
Brussegemi[1]
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1994 Valur 17 (7)
1995-1997 PSV 13 (3)
1998 KR 6 (0)
1998-2000 Bolton Wanderers 59 (19)
2000-2006 Chelsea F.C. 186 (54)
2006-2009 FC Barcelona 72 (10)
2009-2010 Monaco 9 (0)
2010 Tottenham 11 (1)
2010-2011 Stoke 4 (0)
2011 Fulham 10 (0)
2011-2012 AEK Aþena 10 (1)
2012-2013 Cercle Brugge 13 (6)
2013-2014 Club Brugge 26 (3)
2014–2015 Bolton Wanderers 21 (5)
2015 Shijiazhuang Ever Bright 14 (1)
2016 Molde 13 (1)
2016-2017 FC Pune City 0 (0)
Landsliðsferill
1992-1994
1994-1996
1994-1998
1996-2013, 2015-2016
Ísland U-17
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
27 (6)
9 (2)
11 (5)
88 (26)
Þjálfaraferill
2019-

2020
2020-2021
2022
U21 Ísland (aðstoðarþjálfari)
FH
Ísland (aðstoðarþjálfari)
FH

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Eiður.
Eiður fagnar meistaratitli með Chelsea árið 2005.
Eiður með Barcelona.

Eiður hóf atvinnuferill sinn hjá hollenska félaginu PSV Eindhoven og átti síðan litríkan feril í atvinnuknattspyrnu. Eiður er næst markmahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og næstmarkahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni á eftir Gylfa Þór Sigurðssyni.

Félagsliðaferill sem ungmenni

breyta

Eiður æfði knattspyrnu sem drengur í Belgíu með Brussegem en faðir hans spilaði þar í landi. Hann spilaði eitt tímabil með Val, þá á 16. ári, og vakti athygli. Svo hélt hann til PSV í Hollandi og æfði með aðalliðinu ásamt því að spila nokkra leiki. Áform hans með liðinu fóru út um þúfur þegar hann fótbrotnaði og félagið rifti samningnum við hann.

Eiður gekk því til liðs við Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Það var þó stutt því hann spilaði aðeins 8 leiki með KR áður en hann fór til Bolton árið 1998 eftir að Guðni Bergsson þáverandi leikmaður Bolton hafði lýst Eiði sem ótrúlegum leikmanni.

Atvinnumannaferill

breyta

Bolton Wanderers

breyta

Eiður spilaði aðallega með varaliði Bolton árið 1998 þar sem hann barðist við að ná sér af meiðslum sínum. En eftir að Bolton seldi Arnar Gunnlaugsson til Leicester City ákvað Colin Todd þjálfari Bolton að fríska upp á framlínuna og Eiður fékk að spreyta sig með aðalliðinu snemma árs 1999. Þetta tímabil skoraði Eiður 5 mörk. Á tímabilinu 99/00 átti Eiður frábært tímabil með Bolton og skoraði 18 mörk. Eftir þetta tímabil voru mörg lið á eftir leikmanninum. Eiður hafði lýst því yfir að hann vildi vera lengur hjá Bolton en hann féllst á tilboð frá Chelsea upp á 4 milljónir punda.

Chelsea FC

breyta

Eiður Smári byrjaði vel hjá Chelsea og 01/02 tímabilið var mjög gott með Jimmy Floyd Hasselbaink sér við hlið. Eiður og Jimmy eru af mörgum taldir besta framherjapar Chelsea frá upphafi. Þetta tímabil skoraði Eiður 23 mörk og hjálpaði Hasselbaink skora heil 27 mörk.

Árið 2004 skoraði hann sína fyrstu þrennu á atvinnumannsferlinum á móti Blackburn Rovers. Á þeim sex árum sem hann spilaði með Chelsea átti hann yfir 60 stoðsendingar og Jose Mourinho taldi sig þurfa að setja Eið Smára á miðjuna, kantinn eða sem djúpan framherja þar sem hann taldi leikmanninn hafa yfirsýn, fyrstu snertingu og knatttækni. Eftir yfirtöku Roman Abramovítsj á félaginu og komu Andríj Sjevtsjenko, Adrian Mutu, Didier Drogba, Salomoun Kalou og Michael Ballack var ljóst að Eiður myndi ekki fá mörg tækifæri með Chelsea á næsta tímabili. Eiður skoraði á sínum 6 árum með Chelsea 54 mörk og vann tvo úrvaldsdeildartitla, enska deildarbikarinn og tvo samfélagsskildi.

FC Barcelona

breyta

Þann 14. júní 2006 skrifaði Eiður Smári Guðjohnsen undir fjögurra ára samning við spænska liðið Barcelona og er talið að hann hafi kostað í kringum 12 milljónir punda. Eiður stóð sig vel hjá Barcelona fyrstu 2 árin í framlínunni. En tímabilið 07/08 fékk Eiður ósköp lítið að spreyta sig eftir komu nýja stjórans Guardiola. Eiður hóf að spila á miðjunni sem tengiliður og taldi hann það vera sín besta staða. Tímabilið 08/09 reyndist það síðasta með Barcelona og spilaði hann töluvert meira með liðinu heldur en á síðasta tímabili. Eiður spilaði 113 leiki með Barcelona og skoraði 19 mörk. En í byrjun ársins 2010 tók Guardiola þá ákvörðun að Eiður væri ekki í sínum framtíðarplönum og mætti hann leita sér að nýju liði. Mörg lið á Englandi sýndu Eiði Smára áhuga eftir að hann fór á sölulista hjá liðinu.

AS Monaco

breyta

Eiður Smári gekk til liðs við AS Monaco í Frakklandi á tveggja ára samningi frá FC Barcelona í lok ágústmánaðar 2009 fyrir um það bil þrjár milljónir evra. Eiður náði sér ekki á strik og skoraði ekki deildarmark í yfir tíu leikjum með liðinu þannig að hann staldraði stutt við hjá Monaco því að hann gekk til liðs við Tottenham Hotspur á Englandi á 5 mánaða lánssamningi þann 28. janúar 2010.

Tottenham Hotspur

breyta

Eiður hafði þó farið í læknisskoðun hjá West Ham United en valdi á síðustu stundu að fara til Spurs. David Sullivan einn af tveimur eigendum West Ham varð bálreiður og sakaði Tottenham um að hafa stolið Eið frá sér. Gianfranco Zola, fyrrum liðsfélagi Eiðs Smára hjá Chelsea og þáverandi þjálfari West Ham, sagði að hann beri alls enga virðingu fyrir Eiði Smára lengur. Eiður Smári kláraði seinna hluta 09/10 tímabilsins hjá Tottenham Hotspur. Hann stóð sig með prýði hjá Tottenham á þessum 5 mánuðum og hjálpaði liðinu með að komast í Meistaradeild Evrópu. Eiður skoraði sitt fyrsta mark fyrir Spurs í 2-1 sigurleik gegn Stoke City þann 20. mars, þá skoraði hann fyrra mark liðsins og lagði upp hið seinna. Eiður skoraði einnig mark gegn Fulham í FA Cup en sá leikur endaði 3-1 fyrir Tottenham.

Stoke City

breyta

Eiður Smári gekk til liðs við Stoke City rétt fyrir lok félagsskiptagluggans þann 31. ágúst 2010 á samningi sem gilti út tímabilið. Fyrst virtist þetta vera lánssamningur en seinna kom í ljós að Stoke City hafi borgað um 3 milljónir punda fyrir hann og Eiður Smári var laus allra mála hjá Monaco. Eiður fékk fá tækifæri hjá Stoke og baðst lausnar frá félaginu.

Bolton Wanderers

breyta

Þann 4. desember 2014 staðfesti Bolton Wanderers að Eiður Smári hefði skrifað undir samning við félagið. [2]. Hann var þar eitt tímabil.

Landsliðsferill

breyta

Þann 24. apríl 1996 urðu Eiður og faðir hans, knattspyrnumaðurinn Arnór Guðjohnsen, fyrstu feðgarnir til að spila í landsleik gegn Eistlandi í Tallinn. Arnór var í byrjunarliðinu og Eiður kom inn í hálfleik sem varamaður fyrir föður sinn. Þáverandi forseti Knattspyrnusambands Íslands Eggert Magnússon gaf þjálfaranum Loga Ólafssyni skipun um að spila leikmennina ekki saman fyrr en leikurinn gegn Makedóníu yrði tveimur mánuðum síðar. Það varð þó aldrei, því að hinn ungi Guðjonsen ökklabrotnaði í U19 landsliðsleik gegn Írlandi 1996.[3]

Eftir að hafa lagt landsliðsskóna á hilluna eftir sárt tap gegn Króatíu í undankeppni HM árið 2013 sneri hann aftur í landsliðið frá 2015-2016 og fékk tvær innáskiptingar á EM 2016 í Frakklandi. Eiður skoraði 26 mörk með landsliðinu og er næst markahæstur landsliðsmanna.

Þjálfaraferill

breyta

Eiður öðlaðist UEFA-þjálfararéttindi. Hann hóf þjálfaraferilinn 2019 sem aðstoðarþjálfari U-21 landsliðs Íslands og síðar og samtímis aðstoðarþjálfari FH með Loga Ólafssyni. U-21 liðið komst á Evrópukeppnina og FH lenti í öðru sæti. Í lok árs ákvað hann að þjálfa A-landsliðið með Arnari Viðarssyni sem hafði verið með honum með U-21 liðið.

Fjölskylda og einkalíf

breyta

Eiður Smári giftist ungur og eignaðist fjögur börn með konu sinni Ragnhildi. Börn hans heita Sveinn Aron, Andri Lucas, Daníel Tristan og Ólöf Talía. Sveinn og Andri hafa spilað í knattspyrnuakademíu FC Barcelona og Andri og Daníel hjá Real Madrid.

Í febrúar 2010 greindi breska slúðurblaðið The Sun frá að Eiður Smári hafi haldið framhjá konu sinni með frönsku fyrirsætunni Vanessu Perroncell. Bæði Eiður Smári og Vanessa Perroncell neituðu þessum fréttaumfjöllunun.

Fjölmiðlar héldu fram því að Eiður hefði átt við spilafíkn, Eiður þvertók fyrir það og sagði að um æsifréttamennsku hafi verið um að ræða. [4]. Ragnhildur og Eiður skildu árið 2016. Árið 2023 viðurkenndi hann að hafa tapað stórum fjárhæðum í fjárhættuspili. [5]

Tilvísanir

breyta
  1. Eiður Smári - Chelsea (11)
  2. Eiður skrifar undir hjá Bolton
  3. Eiður Smári æfði með aðalliði PSV
  4. Eiður Smári er ekki spilafík­ill Mbl.is, skoðað 13. apríl 2018.
  5. [ https://m.fotbolti.net/news/18-04-2023/eidur-smari-opnar-sig-um-vedmalafikn Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn] Fótbolti.net, 18/4 2023
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.