Arnar Þór Viðarsson
Arnar Þór Viðarsson er íslenskur knattspyrnuþjálfari og fyrrum knattspyrnumaður. Hann er núverandi aðalþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Arnar Þór Viðarsson | ||
![]() | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Arnar Þór Viðarsson | |
Fæðingardagur | 15. mars 1978 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Hæð | 177 cm | |
Leikstaða | Miðjumaður | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1996-1997 1997-2006 1997 1998 1998 2006-2008 2007-2008 2008-2014 |
FH KSC Lokeren Lilleström SK FH K.R.C. Genk FC Twente De Graaschap Cercle Brugge K.S.V. |
35 (3) 235 (6) 6 (0) 4 (0) 0 (0) 11 (0) 32 (1) 157 (0) |
Landsliðsferill | ||
1993 1993-1994 1995-1996 1996-1999 1998-2007 |
Ísland U16 Ísland U-17 Ísland U-19 Ísland U-21 Ísland |
8 (0) 7 (0) 11 (0) 17 (0) 52 (2) |
Þjálfaraferill | ||
2014- 2014-2015 2015-2018 2018 2018-2019 2019-2020 2020- |
Cercle Brubbe (aðstoðarþjálfari) Cercle Brugge Lokeren (aðstoðar og U21) Lokeren (bráðabirgða) Lokeren (aðstoðar og U21) Ísland U21 Ísland | |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Á leikferli sínum spilaði hann fyrst með FH. Erlendis spilaði Arnar aðallega í Belgíu, með Lokeren og Cercle Brugge. Síðar var hann í þjálfarateymi þessara liða.
Arnar spilaði 52 landsleiki fyrir Ísland og skoraði 2 mörk. Hann fylgdi félaga sínum úr landsliðinu Eiði Smára Guðjohnsen í þjálfun á U21 liði Íslands árið 2019 og ári síðar stýrðu þeir A-landsliðinu saman.
Arnar kemur úr fótboltafjölskyldu en Bjarni og Davíð, bræður hans og Viðar Halldórsson faðir þeirra voru knattspyrnumenn.