Edda Heiðrún Backman

íslensk leikkona, söngkona og myndlistakona (1957-2016)

Edda Heiðrún Backman (27. nóvember 1957 - 1. október 2016) var íslensk leikkona, leikstjóri og myndlistakona.

Edda Heiðrún fæddist á Akranesi og voru for­eldr­ar henn­ar Jó­hanna Dag­fríður Arn­munds­dótt­ir og Hall­dór Sig­urður Backm­an. Edda eignaðist tvö börn leikarann Arnmund Ernst Backman og myndlistarnemann Unni Birnu Björnsdóttur.

Starfsferill

breyta

Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1978 og sem leikari frá Leik­list­ar­skóla Íslands 1983. Hún starfaði sem leikari við Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið og lék auk þess í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta allt til 2004 þegar hún greindist með MND-sjúkdóminn. Eftir það sneri hún sér að leikstjórn og rak einnig verslunina Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu í Reykjavík á meðan heilsan leyfði.

Síðustu árin var hreyfigeta hennar mjög skert en hún hóf þá að mála listaverk með því að halda pensli í munni.

Hún var baráttukona fyrir réttindum fatlaðra og umhverfisvernd og stofnaði Rödd náttúrunnar 2016.

Viðurkenningar

breyta

Edda Heiðrún hlaut fjölda viður­kenn­inga fyr­ir list sína. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2005, hún hlaut Íslensku sviðslist­ar­verðlaun­in þrisvar sinnum, þar meðtalinn heiður­sverðlaun Grím­unn­ar árið 2015. Hún hlaut Íslensku kvik­mynda­verðlaun­in, Edd­una árið 2003, var útnefnd borg­ar­listamaður Reykja­vík­ur árið 2006 og árið 2008 heiðraði Alþingi Eddu Heiðrúnu með því að samþykkja hana í hóp heiðurslista­manna.

Heimildir

breyta
  • „Mbl.is - Edda Heiðrún látin“.

Tenglar

breyta