Didda (skáld)

íslenskt skáld og leikkona

Didda (Sigurlaug Jónsdóttir - f. 29. nóvember 1964) er íslenskt skáld, rithöfundur, textahöfundur og leikkona. Hún ólst upp í Reykjavík og stundaði nám í London í tösku- og veskjagerð. Didda samdi texta fyrir ýmsar hljómsveitir, meðal annars pönkhljómsveitirnar Vonbrigði og Sogbletti. Hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Stormviðri eftir Sólveigu Anspach sem var frumsýnd 2003 og einnig í Skrapp út árið 2008. Hún fékk Edduverðlaunin fyrir leik sinn í fyrrnefndu kvikmyndinni. Árið 1995 kom fyrsta ljóðabók hennar út, Lastafans og lausar skrúfur. Árið 1997 kom fyrsta skáldsaga hennar, Erta, út og Gullið í höfðinu árið 1999. Didda hefur dvalið um lengri tíma í London og á Kúbu.

Heimild

breyta