Edda Björgvinsdóttir
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir (f. 13. september 1952) er íslensk leikkona og handritshöfundur. Hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og þáttum en einna þekktust er hún fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Stellu í orlofi.
Ævi
breytaEdda fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar eru Margrét Kristinsdóttir sjúkraliði (1930-2012) og Björgvin Friðgeir Magnússon (f. 1923) skólastjóri. Edda var gift Gísla Rúnar Jónssyni leikara og eignuðust þau tvo syni, Björgvin Franz Gíslason og Róbert Ólíver Gíslason sem báðir eru leikarar. Edda á einnig tvær dætur af fyrra sambandi, Evu Dögg og Margréti Ýrr Sigurgeirsdætur.[1]
Edda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands árið 1978.[1] Hún lauk MA námi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2013 og stundaði diplómanám í jákvæðri sálfræði í Háskóla Íslands 2014-2015.[2] Hún hefur starfað sem leikari hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Alþýðuleikhúsinu, Hinu leikhúsinu, Gríniðjunni auk fjölda leikhópa. Hún hefur einnig leikið í fjölda sjónvarpsþátta, kvikmynda og í fjölmörgum áramótaskaupum og starfað sem fararstjóri og fyrirlesari,[3] setið í umferðarnefnd Reykjavíkur fyrir Kvennalistann frá 1982-1983, verið stundakennari við Háskólann á Bifröst og er meðhöfundur fjölda skemmtiþátta fyrir útvarp og sjónvarp.[1]
Viðurkenningar
breytaÁrið 2018 hlaut hún Edduverðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Undir trénu, var borgarlistamaður Reykjavíkur sama ár og hlaut þá einnig riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu.
Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
breytaÁr | Kvikmynd/þáttur | Hlutverk | Athugasemdir og verðlaun |
1978 | Áramótaskaup | ||
1981 | Áramótaskaup | ||
1982 | Áramótaskaup | ||
1983 | Áramótaskaup | ||
1984 | Hrafninn flýgur | ||
1984 | Gullsandur | ||
1984 | Gullna hliðið (sjónvarpsmynd) | ||
1985 | Fastir liðir eins og venjulega (sjónvarpsþættir) | ||
1986 | Ást í kjörbúð (sjónvarpsmynd) | ||
1986 | Stella í orlofi | Stella Löve | |
1986 | Heilsubælið (sjónvarpsþættir) | ||
1989 | Áramótaskaup | ||
1990 | Áramótaskaup | ||
1991 | Hvítí víkingurinn | Bergþóra | |
1992 | Karlakórinn Hekla | ||
1992 | Áramótaskaup | ||
1993 | Hin helgu vé | ||
1993 | Áramótaskaup | ||
1994 | Áramótaskaup | ||
1997 | Perlur og svín | Marta | |
2000 | Áramótaskaup | ||
2001 | Villiljós | Hanna | |
2002 | Stella í framboði | Stella Löve | |
2005 | Áramótaskaup | ||
2007 | Áramótaskaup | ||
2013 | Þetta reddast | ||
2014 | Áramótaskaup | ||
2017 | Undir trénu | Inga | Edduverðlaun |
2018 | Lof mér að falla | Geðlæknir | |
2018 | Venjulegt fólk (sjónvarpsþættir) | ||
2020 | Amma Hófí |
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn A-Í bls. 150-151, (Reykjavík, 2003)
- ↑ Leikhusid.is, „Edda Björgvinsdóttir“ (skoðað 6. febrúar 2021)
- ↑ Mbl.is, „Edda Björgvinsdóttir borgarlistamaður Reykjavíkur 2018“ (skoðað 6. febrúar 2021)