Edda Björgvinsdóttir

Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir (f. 13. september 1952) er íslensk leikkona og handritshöfundur. Hún hefur leikið í ýmsum kvikmyndum og þáttum en einna þekktust er hún fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Stellu í orlofi.

Edda fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar eru Margrét Kristinsdóttir sjúkraliði (1930-2012) og Björgvin Friðgeir Magnússon (f. 1923) skólastjóri. Edda var gift Gísla Rúnar Jónssyni leikara og eignuðust þau tvo syni, Björgvin Franz Gíslason og Róbert Ólíver Gíslason sem báðir eru leikarar. Edda á einnig tvær dætur af fyrra sambandi, Evu Dögg og Margréti Ýrr Sigurgeirsdætur.[1]

Edda lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1972 og útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands árið 1978.[1] Hún lauk MA námi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2013 og stundaði diplómanám í jákvæðri sálfræði í Háskóla Íslands 2014-2015.[2] Hún hefur starfað sem leikari hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Alþýðuleikhúsinu, Hinu leikhúsinu, Gríniðjunni auk fjölda leikhópa. Hún hefur einnig leikið í fjölda sjónvarpsþátta, kvikmynda og í fjölmörgum áramótaskaupum og starfað sem fararstjóri og fyrirlesari,[3] setið í umferðarnefnd Reykjavíkur fyrir Kvennalistann frá 1982-1983, verið stundakennari við Háskólann á Bifröst og er meðhöfundur fjölda skemmtiþátta fyrir útvarp og sjónvarp.[1]

Viðurkenningar

breyta

Árið 2018 hlaut hún Edduverðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Undir trénu, var borgarlistamaður Reykjavíkur sama ár og hlaut þá einnig riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu.

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

breyta
Ár Kvikmynd/þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1978 Áramótaskaup
1981 Áramótaskaup
1982 Áramótaskaup
1983 Áramótaskaup
1984 Hrafninn flýgur
1984 Gullsandur
1984 Gullna hliðið (sjónvarpsmynd)
1985 Fastir liðir eins og venjulega (sjónvarpsþættir)
1986 Ást í kjörbúð (sjónvarpsmynd)
1986 Stella í orlofi Stella Löve
1986 Heilsubælið (sjónvarpsþættir)
1989 Áramótaskaup
1990 Áramótaskaup
1991 Hvítí víkingurinn Bergþóra
1992 Karlakórinn Hekla
1992 Áramótaskaup
1993 Hin helgu vé
1993 Áramótaskaup
1994 Áramótaskaup
1997 Perlur og svín Marta
2000 Áramótaskaup
2001 Villiljós Hanna
2002 Stella í framboði Stella Löve
2005 Áramótaskaup
2007 Áramótaskaup
2013 Þetta reddast
2014 Áramótaskaup
2017 Undir trénu Inga Edduverðlaun
2018 Lof mér að falla Geðlæknir
2018 Venjulegt fólk (sjónvarpsþættir)
2020 Amma Hófí

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn A-Í bls. 150-151, (Reykjavík, 2003)
  2. Leikhusid.is, „Edda Björgvinsdóttir“ (skoðað 6. febrúar 2021)
  3. Mbl.is, „Edda Björgvinsdóttir borgarlistamaður Reykjavíkur 2018“ (skoðað 6. febrúar 2021)