Súlueyjar eru eyjaklasi í Kyrrahafi sem myndar norðurmörk Súlavesíhafs og suðurmörk Súluhafs. Eyjarnar liggja í röð frá norðausturhluta Borneó til suðurhluta Filippseyja (Mindanaó). Eyjarnar eru hluti af Sjálfstjórnarhéraðinu íslamska Mindanaó á Filippseyjum. Eyjarnar voru hluti af Soldánsdæminu Súlu frá 1405 til 1915 þegar völd þess voru lögð niður. Þá höfðu Bretar lagt norðurhluta Borneó undir sig sem varð hluti af Malasíu og Spánverjar eyjarnar sem urðu hluti af Filippseyjum.

Súlueyjar
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.