1528
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1528 (MDXXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Fyrsta prentaða sérkortið af Íslandi, eftir Benedetto Bordone, kom út.
- Sjö ensk skip réðust að Hamborgarskipi í höfninni á Rifi á Snæfellsnesi og rændu það vopnum, vistum og mestöllum farmi.
- 149 ensk skip voru við Ísland en þá mun allur skipafloti Englendinga samtals hafa verið um 440 skip.
- Dómur kveðinn upp á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum um að í eyjunum megi ekki vera fleiri en 16 hestar.
Fædd
- Gunnar Gíslason klausturhaldari á Víðivöllum í Blönduhlíð (d. 1605).
Dáin
- Hrafn Brandsson lögmaður dó af sárum sem hann hlaut í einvígi í drykkjuveislu í Glaumbæ.
Erlendis
breyta- 12. janúar - Gústaf Vasa krýndur konungur Svíþjóðar.
- Febrúar - Bændauppreisn í Dölunum í Svíþjóð. Hún var bæld niður.
- 12. september - Aðmírállinn Andrea Doria vann sigur á Frökkum, áður bandamönnum sínum, og tryggði sjálfstæði Genúa.
- Jacques Lefevre gaf út alla Biblíuna á frönsku.
- Francisco Pizarro hélt heim til Spánar og fékk þar konungsleyfi til frekari landvinninga í Suður-Ameríku.
- Svartfjallaland fékk sjálfsstjórn frá Tyrkjum.
- Majar ráku Spánverja frá Yucatán-skaga.
Fædd
- 7. janúar - Jóhanna 3., drottning Navarra og móðir Hinriks 4. Frakkakonungs (d. 1572).
- 21. júní - María keisaradrottning, dóttir Karls 5. keisara og kona Maxímilíans 2. keisara (d. 1603).
Dáin
- 6. apríl - Albrecht Dürer, þýskur listmálari (f. 1471).
- 31. ágúst - Matthias Grünewald, þýskur listmálari (f. 1470).