Um björgunarbáta sem gerðir eru út frá landi af sjóbjörgunarsveitum, sjá slysavarnabátur.

Björgunarbátur er lítill bátur sem geymdur er um borð í skipi til að nota í neyðartilvikum, eins og þegar skip sekkur. Nútímabjörgunarbátar eru yfirleitt yfirbyggðir til að veita skipbrotsmönnum skjól. Minni skip og bátar eru oft með uppblásanlega gúmbjörgunarbáta sem minna fer fyrir.

Björgunarbátar í ferjunni Scandinavia

Kveðið er á um notkun björgunarbáta í 3. kafla Alþjóðasamþykktar um öryggi mannslífa á hafinu. Á Íslandi er líka kveðið á um skyldu skipa til að vera með björgunarbáta um borð í sérstakri reglugerð.

Tenglar breyta