Mosar
Mosar (fræðiheiti Bryophytes) eru litlar grænar plöntur, sem flestar hafa blöð og stöngul. Mosar hafa engar rætur og því halda þeir sér föstum og sjúga upp næringu með þráðum. Mosar fjölga sér með gróum. Upp af gróinu sprettur forkímsþráður og mosinn sjálfur upp af honum. Þegar eggfruman er frjóvguð, vex upp af henni stafur með bauklaga gróhirslu. Mosajurtin er hinn kynjaði ættliður, en gróhirslan og þráðurinn kynlaus.
Mosar | ||||
---|---|---|---|---|
![]() Ymsar mosar. Mynd úr bók Ernst Haeckel «Kunstformen der Natur», 1904
| ||||
Vísindaleg flokkun | ||||
| ||||
Skipting | ||||
|
Vísindi sem rannsóknir á mosum er heitir mosafræði.
Flokkun breyta
Mosum er skipt í soppmosa (Marchantiophyta), hornmosa (Anthocerotophyta) og baukmosa (Bryophyta). Í öllum heiminum er talið að séu 35 þúsund tegundir mosa, sem skiptast í 177 ættir og 1822 ættkvíslir.[1]
Mosar | ||
Mosar á Íslandi breyta
Mosar eru mjög algengir á Íslandi. Þeir finnast innan um nær allan gróður en eru stundum sjálfir aðalgróðurinn, einkum í ófrjórri jörð, bæði til fjalla og á láglendi, t.d. í hraunum og móum. Þeim nægir örlítil fokmold, sem sest í holur, jafnvel í nýlegum hraunum. Fáir hafa lagt stund á mosafræði, en flestir þekkja þó grámosann á hraunum og fagurgræna dýjamosann við kaldar uppsprettur, dý. Hér á landi vaxa um 600 tegundir,[2] eða álíka margar og allar villtar háplöntutegundir á landinu.
Tilvísanir breyta
- ↑ The Plant List (2003). The Bryophytes (Mosses and liverworts) (Version 1.1.. útgáfa). St. Louis: Missouri Botanical Garden. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. júní 2017. Sótt 8. september 2016.
- ↑ Bergþór Jóhannsson (2003). Íslenskir mosar. Skrár og viðbætur (PDF). Reykjavík: Náttútufræðistofnun Íslands. bls. 138. ISSN 1027-832X.
Heimildir breyta
- Bergþór Jóhannsson 2003. Íslenskir mosar: Skrár og viðbætur. 138 bls.
Tengt efni breyta
Tenglar breyta
- Amblystegiaceae. Montana Field Guide.
- Íslenskir mosar — Skrár og viðbætur