Róbert „Bob“ Moran er skáldsagnapersóna Henri Vernes. Bob er Frakki sem barðist sem sjálfboðaliði í Breska flughernum RAF í seinni heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið ferðast hann um heiminn sem sjálfstætt starfandi blaða- og ævintýramaður. Bob er hár og sterklega vaxinn, er liðtækur í ýmsum bardagaíþróttum og kann að beita margs konar vopnum. Hann talar mörg tungumál reiprennandi og í upphafi margra bóka er hann staddur á framandi stöðum. Býr í íbúð við Voltaire-götu í París. Bob á einnig höll í Feneyjum og miðaldakastala í Dardogne héraði í Frakklandi. Hann ekur um á Jaguar.

Bob Moran í túlkun Vance

Aðrar persónur

breyta

Bill Ballantine

breyta

William „Bill“ Ballantine. Besti vinur Bobs. Bill er Skoti, rauðhærður, tveir metrar á hæð og heljarmenni að vexti. Hann var vélvirki í breska flughernum og vann við flugvél Bob Morans. Býr á Skotlandi og ræktar hænsni. Á einnig íbúð í London. Drekkur viskí með þjóðarstolti. Bill kemur fyrir í bókum 1, 5, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 19, 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26 og 27

Prófessor Aristide Clairembart

breyta

Prófessor Aristide Clairembart er lágvaxinn öldungur, framúrskarandi ern með geithafursskegg og tindrandi augu sem skinu skært undir þykkum gleraugunum í stálumgerð. Hann kemur fyrir í bókum 2, 5, 13, 14, 20, 21, 23, 24 og 25

Frú Durant

breyta

Frú Durant er húsvörður í húsi Bob Morans við Voltairegötu.

Frank Reeves

breyta

Frank flaug sprengjuflugvélum í seinni heimstyrjöldinni fyrir bandaríska flugherinn. Hann er milljónamæringur og vinur Bob Morans. Hann kemur fyrir í bókum 1, 2, 17 og 24

Sir Archibald Baywatter

breyta

Archibald er aðalvarðstjóri Scotland Yard. Hann er á sextugsaldri. Hann kemur fyrir í bókum 11, 12, 14, 19, 22, 23, 25 og 27

Jouvert ofursti

breyta

Jouvert er yfirmaður í deild 2 í frönsku leyniþjónustunni. Hann kemur fyrir í bókum 8, 18 og 25

Tatjana Orloff

breyta

Tatjana „Tanja“ Orloff er systurdóttir Herra Mings, Gula skuggans. Hún er kínverskur blendingur, átti rússneskan föður og kínverska móður. Tanja er tuttugu og tveggja eða þriggja ára, með dökka húð, há kinnbein, svart hár sem sló á bláleitum lit og féll eins og tagl niður á bak. Augu eins og tvær svartar stjörnur. Hún unnir Bob Moran hugástum. Tanja kemur fyrir í bókum 12, 14, 16, 19, 22, 23, 25 og 27

Guli skugginn

breyta

Herra Ming, öðru nafni Guli skugginn, er Mongóli og með ofurgreind. Hann er um tveir metrar á hæð klæddur svörtum fötum með prestaflibba. Hann er horaður en með langa og vöðvastælta handleggi og geysistórar hendur en sú hægri er gervihendi úr stáli með fínni plasthúð í sama lit og hörundið. Hann er með kringlótt andlit, gult á lit með ofurlítinni grænni slikju, með nauðrökuðum skalla og flatt nef sem skagaði fram á milli framstæðra kinnbeina. Munnurinn varaþunnur og sterkar, hvassar tennur. Augun ómennsk, undir skásettum brúnum minntu þau á svo gullmola eða tvo ógegnsæja tópassteina. Herra Ming stefnir á að leggja vestræna menningu í rúst svo allir menn geti lifað í friðsæld í þessum fagra blómagarði sem plánetan er. Hann beitir margvíslegum brögðum til að ná fram áætlun sinni, launmorð og hryðjuverk auk margra flókinna áætlana. Hefur uppgötvað leyndarmálið um eilíft líf, klónum manna og tímaflakk. Hann er með flokk launmorðinga á sínum snærum, dakóíta vopnuðum rýtingum. Herra Ming stjórnar samtökunum „Gamla Asía“. Hann kemur fyrir í bókum 12, 14, 16, 19, 22, 23, 25, 27 og 28

Roman Orgonetz

breyta

Roman Orgonetz, einnig þekktur sem Artúr Greenstreet eða „Maðurinn með gulltennurnar“ er leigunjósnari í þjónustu árásarveldanna, samviskulaus og djöfullega slægur. Hann er stór, herðabreiður, þungur og „með frámunalega andstyggilegt andlit, sem að lit og þéttleika minnti einna helzt á hlaup með stórum ljósrauðum kufungi í miðjun, sem átti að heita nef, útstandandi, sljó augu og þykkar opnar varir, svo skein í logagylltan tanngarðinn, og yfir þessu öllu skalli, jafnfægður og marmarakúla.“ Hann kemur fyrir í bókum 8 og 11.

Bækur

breyta

Bækur um Bob Moran voru gefnar út af Prentsmiðjunni Leiftri hf. í íslenskri þýðingu. (Innan sviga er upprunalegt heiti, útgefandi og útgáfuár). Magnús Jochumsson þýddi flestar sögurnar. Kápumyndir eru eftir Pierre Joubert.

  1. Ungur ofurhugi (La vallée infernale, Gérard & Co, 1953) 1960
  2. Ævintýri á hafsbotni (La galère engloutie, Gérard & Co, 1954) 1960
  3. Græna vítið (Sur la piste de Fawcett, Gérard & Co, 1954) 1961
  4. Eldklóin (La griffe de feu, Gérard & Co, 1954) 1962
  5. Ógnir í lofti (Panique dans le ciel, Gérard & Co, 1954) 1962
  6. Fjársjóður sjóræningjans (L'héritage du flibustier, Gérard & Co, 1954) 1963
  7. Rauða perlan (Le sultan de Jarawak, Gérard & Co, 1955) 1963
  8. Kjarnorkuleyndarmálið (Les mangeurs d'atomes, Gérard & Co, 1961 ) 1964
  9. Smyglaraskipið (Trafic aux Caraïbes, Gérard & Co, 1961) 1964
  10. Njósnarinn með þúsund andlitin (L'espion aux cent visages, Gérard & Co, 1960) 1965
  11. Maðurinn með gulltennurnar (L'homme aux dents d'or, Gérard & Co, 1960) 1965
  12. Guli skugginn (L'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1959) 1966
  13. Eyðumerkurrotturnar (Les faiseurs de désert, Gérard & Co, 1955) 1966
  14. Hefnd gula skuggans (La revanche de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1959 ) 1967
  15. Dalur fornaldardýranna (La vallée des brontosaures, Gérard & Co, 1955) 1967
  16. Refsing Gula skuggans (Le châtiment de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1960) 1968
  17. Stálhákarlarnir (Les requins d'acier, Gérard & Co, 1955) 1968
  18. Vin “K” svarar ekki (Oasis K ne répond plus, Gérard & Co, 1955) 1969
  19. Endurkoma Gula skuggans (Le retour de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1960) 1970
  20. Svarta höndin (Echec à la Main Noire, Gérard & Co, 1957) 1970
  21. Njósnarinn ósýnilegi (Formule X 33, Gérard & Co, 1962) 1971
  22. Tvífarar gula skuggans (Les sosies de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1961) 1971
  23. Augu Gula skuggans (Les yeux de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1962) 1972
  24. Leyndardómur Mayanna (Le secret des Mayas, Gérard & Co, 1956) 1972
  25. Arfur Gula skuggans (L'héritage de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1963) 1973
  26. Leynifélag löngu hnífanna (Le club des longs-couteaux, Gérard & Co, 1962) 1973
  27. Hermenn Gula skuggans (Les guerriers de l'Ombre Jaune, Gérard & Co, 1965) 1974
  28. Kóróna drottningarinnar (La Couronne de Golconde, Gérard & Co, 1959) 1975