Refsing Gula skuggans

Refsing Gula skuggans er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Bob Moran Nr. 16

Söguþráður Breyta

Moran yfirforingi er dáinn, myrtur af sjálfum Gula skugganum. Í sinni miklu sorg á Bill Ballantine aðeins eina hugsun: að hefna vinar síns og samtímis hindra hinn óhugnanlega herra Ming í að fremja fleiri fólskuverk. Bill hefur fengið óverulegar upplýsingar, en leggur samt upp að leita að fylgsnis Mings, einhvers staðar í Efri-Burma. Á ferð sinni yfir torsótt land á valdi ræningja og uppreisnarmanna ratar hinn hugrakki Skoti í ótal mannraunir og ævintýri. Á vegi hans verða dakóítar, hræðileg eiturslanga og ofsatrúarmenn, sem flækjast um Nagafjöll. Í leit að hinu leyndardómsfulla landi Herra Mi-Sing-Ling ratar hann í hinar mestu mannraunir og lífshættur. En einhver dularfullur samverkamaður hemur fram í hvert sinn sem hætta er á ferðum og hrifsar hann úr höndum fjenda hans og hjálpar honum að lokum að refsa Gula skugganum. Það er samverkamaður, sem kemur sjálfum Bill Ballantine hreint ekki svo lítið á óvart.

Aðalpersónur Breyta

Bill Ballantine, Bob Moran, Tanja Orloff, Herra Ming/Guli skugginn, U Win, Thibaw, Dr. Partridge/Oh-Oh

Sögusvið Breyta

Rangoon, Mandalay, Nagafjöll, Irrawaddy, Burma

Bókfræði Breyta

  • Titill: Refsing Gula skuggans
  • Undirtitill: Drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: La chatiment de l'Ombre Jaune
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1960
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1968