Maðurinn með gulltennurnar

Maðurinn með gulltennurnar er unglingasaga eftir Henri Vernes og hluti af Bob Moran-sagnaflokknum.

Söguþráður breyta

Leyndardómsfullur og hættulegur njósnari er kominn til Lundúna. Hann gengur undir mörgum nöfnum, en menn kannast einkum við eitt þeirra, en það er: Maðurinn með gulltennurnar. Hvaða erindi myndi hann eiga til Englands? Brezka leyniþjónustan veit ekkert. Hún er samt ákveðin í að taka til starfa og fær frá Washington upplýsingar um, að þetta sé gamall fjandmaður samveldisins. Þá er það ráð tekið, að leita til Bob Morans yfirforingja, sem þekkir þennan náunga og háttalag hans betur en nokkur annar, enda hafði hann kynnzt honum þó nokkuð. Og þarna er nú Bob kominn í harðvítuga baráttu við hinn gamla þrjót og mótstöðumann sinn, Ramon Orgonetz, öðru nafni Arthur Greenstreet eða manninn með gulltennurnar. Í Lundúnaþokunni og dimmviðrinu á Suðureyjum þarf nú Bob Moran að berjast við heilan her af skuggum. En það eru skuggar, sem kunna að berja frá sér á hinn grimmilegasta hátt undir forystu Ramons Orgonetzar. Heppnast Bob að vinna bug á þessu illþýði? Bob lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. En Orgonetz er nú líka maður, sem býr yfir mörgu harðsnúnu og vel skipulögðu illræðinu.

Aðalpersónur breyta

Bob Moran, Bill Balantine, Sir Archibald Baywater, Roman Orgonetz (Artúr Greenstreet), Son Sao, Fan Lí, Ludmilla Suei, Mína Leutner

Sögusvið breyta

London, Englandi - Stara, Suðureyjum

Bókfræði breyta

  • Titill: Maðurinn með gulltennurnar
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: L'homme aux dents d'or
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1960
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1965