Njósnarinn ósýnilegi
Njósnarinn ósýnilegi er unglingasaga eftir Henri Vernes.
Söguþráður
breytaEitt kvöld í París í jólaönnunum eru þeir vinirnir, Bob og Bill, að rölta um göturnar og huga í búðarglugga. Sérstaklega eru það gluggar bókabúðanna, er athygli þeirra beinist að, því Bob er mikill bókasafnari, og einkum eru það gamlar og fágætar bækur, sem hann hefur áhuga á. Það er því engin tilviljun, að þeir vinirnir stönsuðu við bókabúðina „Allar bækur“ og fara inn. Þeir halda rakleitt í fornbókadeildina, og er Bob að skoða fágæta biblíu, þegar einhver stjakar allharkalega við honum, svo að hann hrasar við. En Bob kann ekki við slíkt athæfi á almannafæri og lítur snarleg við, en sér engan nálægt sér, nema Bill vin sinn, sem stóð við hliðina á honum. Þeir vinirnir verða furðu lostnir og taka að rannsaka staðinn. Bob kemur auga á stiga upp á efri hæð búðarinnar og heldur þangað. En þá slökna ljósin og í stiganum mætir honum kúlnahríð, sem strýkur næstum vanga hans. Hann kastar sér flötum. Og þar sem hann liggur á gólfinu í myrkrinu sér hann ljóskeilu úr vasaljósi líða fram hjá — en það heldur enginn á vasaljósinu — það líður áfram eins og sjálfkrafa. Þarna er ósýnilegi njósnarinn á ferð og átti Bob eftir að kynnast honum betur.
Aðalpersónur
breytaBob Moran, Bill Balantine, Ferret lögregluforingi, Bernard Philippe, Juliette prófessor, Aristide Clairembart, Gaston Dessaumur, Majórinn, Sorprennan, Li, Song
Sögusvið
breytaParís, Frakkland
Bókfræði
breyta- Titill: Njósnarinn ósýnilegi
- Undirtitill: Drengjasaga um afrek hetjunnar Bob Moran
- Á frummáli: Formule X 33
- Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
- Fyrst útgefið: 1962
- Höfundur: Henri Vernes
- Þýðandi: Magnús Jochumsson
- Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
- Útgáfuár: 1971