Rauða perlan er unglingasaga um Bob Moran eftir Henri Vernes sem kom út árið 1955, en í íslenskri þýðingu 1963.

Bob Moran Nr. 7

Söguþráður

breyta

Kvöld eitt segir Léman læknir vinum sínum einkennilega sögu: Kona nokkur liggur dauðvona í París, og svo einkennilega vill til, að einungis dularfull, rauð perla getur bjargað lífi hennar. Þessi perla er í vörzlum hins grimmúðlega soldáns af Jaravak - en Jaravak er eyja í Bandarhafinu, óralangt í burtu. Þegar læknirinn hefur lokið sögu sinni, verður þögn umhverfis hann, þangað til rödd innan úr stofunni segir: „Hvar er annars þessi eyja, Jaravak?“ það var Bob Moran, sem talaði, og þessi spurning hans varð upphafið að ótrúlegu og jafnframt átakanlegu ævintýri - afreki, þar sem Moran flugstjóri á í höggi við hinn hræðilega andstæðing, Timor Bulloc. En Moran hugsar um það eitt að komast aftur til Parísar með rauðu perluna, sem kannski getur bjargað lífi gömlu konunnar - og upplýst leyndarmál! Í þetta sinn er Moran einnig í kapphlaupi við tímann. - Ætli honum heppnist að ná aftur til Parísar í tæka tíð? - Ætli honum heppnist að sigra hinn vonda soldán, eða verður hann fórnarlamb hinnar hræðilegu hitabeltisveiki? - Meira en nokkru sinni fyrr þarf Bob á að halda allri ráðsnilld sinni og óbilandi viljakrafti.

Aðalpersónur

breyta

Bob Moran, Jacques Léman, Frú Neuville, Bohr Groschag, Georg Leslie, Harvey Jameson, Timor Bulloc, Khalang Gara, Ashim Gara, Sandam Ballik.

Sveinbjörn Þorsteinsson hefur oft verið bendlaður við stórt hlutverk í þessari bók, en svo er ekki.

Sögusvið

breyta

París, Frakkland - Kupang, Timor - Bandar, Jaravak, Öldugrandi

Bókfræði

breyta
  • Titill: Rauða perlan
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Le sultan de Jarawak
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1955
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson ?
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1963