Njósnarinn með þúsund andlitin
Njósnarinn með þúsund andlitin er unglingasaga eftir Henri Vernes.
Söguþráður
breytaÍ þessari bók hittum við þá Bob Moran og Bill Ballantine. Það var að kvöldi dags, er þeir voru staddir í Belgíu og voru að fara í heimsókn til hins fræga prófessors Flandre, en hann var þekktur kjarnorkufræðingur og gamall vinur Bob. En af einhverjum ástæðum hafði skurður verið grafinn í gengum heimtröðina, svo vinirnir urðu að leggja það á sig að ganga heima að húsinu. Þeir voru komnir gegnum garðshliðið og áttu eftir svo sem fimmtíu faðma heima að húsinu, þegar þeir snarstönzuðu allt í einu. Innan úr íbúð prófessorsins kvað við hátt og skerandi vein - angistaróp, og svo óp kvennmannsraddar, sem æpti: Hjálp, hjálp. - Bob og vinur hans, Skotinn, litu fyrst hvor á annan. En án þess að kæla orð tóju þeir á rás heim að húsinu. - Það er óþarfi að skýra það nánar fyrir lesendum bókarinnar: Hér hefst atburðarás sögunnar - dularfull - æsispennandi - ævíntýrarík - og auðvitað kemst Bob vinur okkar í hann krappann eins og í fyrri bókum sínum.
Aðalpersónur
breytaBob Moran, Bill Ballantine, Prófessor Flandre, Nadine Flandre, Van Eyck, Jan Merks, X ofursti
Sögusvið
breytaBrussel, Antwerpen, Belgía
Bókfræði
breyta- Titill: Njósnarinn með þúsund andlitin
- Undirtitill: Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
- Á frummáli: L'espion aux cent visages,
- Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
- Fyrst útgefið: 1960
- Höfundur: Henri Vernes
- Þýðandi: Magnús Jochumsson
- Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
- Útgáfuár: 1965