Fjársjóður sjóræningjans
Fjársjóður sjóræningjans er unglingasaga eftir Henri Vernes.
Söguþráður
breytaÁ eyðiströnd í Mið-Ameríkuríkinu Zambara rötuðu þeir Bob Moran og Claude Loarec vinur hans kvöld eitt í óvenjulegt ævintýri, sem hafði örlagaríkar afleiðingar fyrir þá. Áður en þeir vissu af, voru þeir flæktir í hina ótrúlegustu atburðarás, sem lauk með því, að þeir fengu gistingu í skuggalegu fangelsi harðstjórans Porfirio Gomezar. Skjal eitt ritað á fornri mállýzku franskri varð til þess ásamt ágrind fangelsisstjórans, að þeir fengu aftur frelsi sitt en reyndar kostaði það þá nýjar mannraunir og hættulegar. Jafnvel hugaðri menn en Bob Moran hefðu getað látið hugfallast, ef þeir hefðu staðið augliti til auglits við bláu Indíánana og hinn leyndardómsfulla hvíta foringja þeirra. En þeim Moran og vini hans var ekki undankomu auðið. Þeir áttu ekki annars kost en að duga eða drepast. Þeir urðu að brjótast gegnum frumskóginn upp að fossinum, þar sem þeir væntu þess að, fjársjóður Montbucs sjóræningja væri falinn. Þar varð Moran enn einu sinni að verja hendur sínar í erfiðri vígstöðu, en hann gefst ekki upp, vilji hans og taugar eru sem stál.
Aðalpersónur
breytaBob Moran, Claude Loarec, Pablo Cabral, Mario Foldes, Pierrer Loarec, Jose Fiscal, Gert Luber, Don Porfirio Gomez
Sögusvið
breytaSan Felicidad - Ille de Cocotiers, Cuidad Porfirio, Zambara - Pueblo Bolivar
Bókfræði
breyta- Titill: Fjársjóður sjóræningjans
- Undirtitill: Æsispennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
- Á frummáli: L'héritage du flibustier
- Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
- Fyrst útgefið: 1954
- Höfundur: Henri Vernes
- Þýðandi: Magnús Jochumsson ?
- Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
- Útgáfuár: 1963