Hefnd gula skuggans

Hefnd Gula skuggans er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Bob Moran Nr. 14

Söguþráður breyta

Nei, ekki aldeilis! Guli skugginn er ekki dauður. Og hann á Bob grátt að gjalda. Það er nú í París, sem hinn ógurlegi herra Ming ásamt dakóítum sínum og sérfræðingum í kyrkingum, hefur á prjónunum sín hrollvekjandi áform að vekja skelfingu meðal alls mannkyns.

Enn á ný leggur Bob til orrustu við þennan hræðilega Mongóla. Úr neðanjarðarhvelfinum og skólpleiðslum Parísar, austur á Nílarbakka, berst nú leikurinn með stígandi hraða og hörðum átökum, því eins og allir vita, er Guli Skugginn og leynifélag hans ekkert lamb að leika sér við. En í þetta skipti heppnazt Bob samt ekki að ráða niðurlögum hans, þrátt fyrir góðan vilja og aðstoð vinar síns, Bills Ballantines, og hinni yndisfögru Tönju Orloff. Honum tekst að vísu að koma í veg fyrir fyriætlanir hans, en Guli Skugginn hefnir sín sín grimilega. Þótt Bob sé ákafur baráttumaður gegn hinum illu máttarvöldum, er hann sams sem áður ekki algerlega ódauðlegur.

Aðalpersónur breyta

Bob Moran, Prófessor Aristide Clairembart, Tanja Orloff, Sir Archibald Baywatter, Bill Ballantine, Herra Ming/Guli skugginn, Ferret lögreglustjóri, Doktor Packart, Jakob Star

Sögusvið breyta

París, Frakkland - Brussel, Belgía - Kairó, Assúan, Egyptaland

Bókfræði breyta

  • Titill: Hefnd Gula skuggans
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: La revanche de l'Ombre Jaune
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1959
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1967