Smyglaraskipið er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Bob Moran Nr. 9

Söguþráður breyta

Í þessari bók hittum við þá Bob og Bill Ballantine, sem við kynntumst í bókinni Ungur ofurhugi. Þarna eru þeir mætti aftur til leiks, í þetta sinn á fornum sjóræningjaslóðum Karabískahafsins. Og þar hefst leikurinn: Það er kominn óboðinn gestur í heimsókn til Bob, þar sem hann dvelur í húsnæði sínu og bíður vinar síns, sem honum þykir hafa seinkað grunsamlega í kvöldverðinn. Það er þrusk í bifreiðaskýlinu og eins og löttur læðist Bob að dyrunum. Hann hefur náð í skammbyssu sína, þreifaði eftir ljósrofanum og beindi síðan byssunni að náunganum: Upp með hendurnar, og kvöldgesturinn hlýddi, en þó ekki á þann hátt, sem Bob ætlaðist til, því að hægri hönd hans flaug í boga og skiptilykillinn, sem hann hélt á, þaut úr hendi hans í lampann. - Síðan var tekið til fótanna og skuggi af manni bar við loft, þegar hann þaut út um garðshliðið. Bob hefði getað hleypt af skoti, en í hans augum var mannslífið heilagt, og hann skaut aldrei, nema þegar hann átti líf sitt að verja. - Svo hefst atburðarás sögunnar: Eins og í öllum Bob Moran-bókum er hún hröð og æsispennandi, og þess vegna ánægulegast fyrir lesandann að kynnast henni í sjálfri bókinni.

Aðalpersónur breyta

Bob Moran, Bill Ballantine, Fil Júrdan, Sosthéne Forceville, Basil Cortes, Tígra-Jakob, Híerónímus Lí, Pepe, Alonzo Riga

Sögusvið breyta

Port-au-Prince, Cap Haitien, Port-au-Paix, Haití - Havana, Maestrafjöll, Kúba - Felicidad-eyja, Bahamaeyjum - Turkseyjabanki - Miami, Bandaríkin

Bókfræði breyta

  • Titill: Smyglaraskipið
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjasaga um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Trafic aux Caraibes
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1961
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1964