Augu Gula skuggans er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Bob Moran Nr. 23

Söguþráður

breyta

Lundúnaþokan er ekkert lamb að leika sér við. Það er annað en gaman að villast í henni og út yfir tekur þó, þegar menn rekast á verur, sem brenna menn upp til agna með augnaráðinu einu saman. Hér er eitthvað að gerast næsta óvenjulegt, enda kemur þeim fóstbræðrum Bob Moran og Bill Ballantine, ekki á óvart, hvaðan sá ófögnuður stafi. Enn á ný er hafin barátta upp á líf og dauða við Gula skuggann, þennan alheims óvin, sem Bob Moran hefur árum saman átt í höggi við.

Aðalpersónur

breyta

Bob Moran, Bill Balantine, Sir Archibald Baywatter, Prófessor Aristide Clairembart, Herra Ming (Guli skugginn), Tanía Orloff, Martína Hems, Gústaf Hems

Sögusvið

breyta

London, England - Mauventkastali, Frakkland

Bókfræði

breyta
  • Titill: Augu Gula skuggans
  • Undirtitill: Drengjasaga um afrek hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Les Yeux de l'Ombre Jaune
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1962
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1972