Ævintýri á hafsbotni
Ævintýri á hafsbotni er unglingasaga eftir Henri Vernes.
Söguþráður
breytaSagan gerist í París, Frakklandi og Kasr El-Ama í Egyptalandi. Aðalpersónur eru Bob Moran, Frank Reeves, prófessorinn Aristide Clairembart og Leopnide Scapalensi.
Það kann að vera, að á uppboði í París komi oft sjaldgæfir munir, sem safnarar hafa áhuga á. Uppboð á gömlu málverki verður upphafið að ótrúlegum og spennandi atburðum. Myndin af hinni hörundsdökku konu verður þess valdandi, að þeir vinirnir Bob Moran og Frank Reeves takast á hendur óralanga ferð til þess að leita að dularfullri líkkistu. Þeir komast með erfiðismunum inn í egypka grafhvelfingu, djúpt niðri á hafsbotni, en þangað kafa þeir í froskmannabúningum, og þar liggja hætturnar í leyni við hvert fótmál. Menn og náttúruöfl taka höndum saman til þess að meina Bob Moran og vini hans að leysa hina torráðu gátu.
Bókfræði
breyta- Titill: Ævintýri á hafsbotni
- Undirtitill: Spennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
- Á frummáli: La galère engloutie
- Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
- Fyrst útgefið: 1954
- Höfundur: Henri Vernes
- Þýðandi: Magnús Jochumsson
- Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
- Útgáfuár: 1960