Ungur ofurhugi er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Söguþráður

breyta

Bob Moran tók fast um hæðarstýrið á flugvélinni og renndi henni svo að segja beint upp í loftið, því að annars hefði hún rekist á háan fjallstind, sem gnæfði hrikalegur framundan. - Með skarpskyggnum augum leit hann niður og blóðið brann í æðum hans. Bob Moran og flugvélin hans voru sem samrunnin. Í skyndingu minntist hann þess, er hann var flugstjóri í stríðinu og stjórnaði orrustuflugsveit sinni í tvísýnum bardögum gegn djörfum óvinum.En í þetta sinni flaug hann ekki orrustuflugvél. Það var einungis venjuleg flutningaflugvél, sem hinn ungi ofurhugi stjórnaði. - Nú voru óvinir hans háfjöll og frumskógar Nýju-Gíneu. Og baráttuna við þessar hættulegu aðstæður varð han að heyja einn síns liðs. Bob Moran hafði frá æsku þráð tvísýn ævintýri. Og var því þessi hættulega flugferð honum kærkomið tækifæri, því að flugferð yfir Djöfladalinn í venjulegri flutningaflugvél var djarft fyrirtæki. Ef eitthvað bar út af var dauðinn vís. En ef svo ólíklega skyldi vildi til, að hann slyppi lífs af eftir nauðlendingu á slíkum stað, lágu höfðaveiðarar í launsátir. - En ævintýrið var ekki langt framundan: Áður en varði var skammbyssu beint að hnakka hans og honum skipað að nauðlenda lengst inni í frumskóginum ...

Aðalpersónur

breyta

Bob Moran, Vilhjálmur „Bill“ Ballantine, Frank Reeves, Lewis Broom

Sögusvið

breyta

Telefomin, Khiliandong, Port Moresby, Nýja-Gínea

Bókfræði

breyta
  • Titill: Ungur ofurhugi
  • Undirtitill: Spennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: La vallee infernale
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1953
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson ?
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1960