Arfur Gula skuggans

Arfur Gula skuggans er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Bob Moran Nr. 25

Söguþráður

breyta

Guli skugginn, að öðru nafni Herra Ming, lætur Bob Moran eftir harla einkennilegan arf og fer hetja vor að sækja hann alla leið til Indlands og hefst ferðalagið frá miðaldakastala í Dardogne í Frakklandi, um gömlu hverfin í Parísarborg og að lokum til Kutch Rann í Indlandi, sem er eyðilegt fenjasvæði, en þar á Guli skugginn eina af hinum mörgu bækistöðvum sínum, falda undir yfirborði jarðar. Bob Moran heldur ótrauður áfram ferðinni, ásamt vinum sínum þeim Ballantine og Clairembart prófessor, að ógleymdum leynigesti, sem bætist í hópinn í Indlandi, og lendir þessi fámenni flokkur í hverri hættunni á fætur annarri. Bob hefur vissulega forystuna, en Guli skugginn heldur í spottana, því að honum þykir gaman að leika sér.

Aðalpersónur

breyta

Bob Moran, Bill Balantine, Prófessor Aristide Clairembart, Evariste Grosrobert notaríus, Cynthia Paget, Herra Ming (Guli skugginn), Tanía Orloff, Sir Archibald Baywatter, Jouvert ofursti, Arnold Paget, Nikulás Strygin, Kien Tseu

Sögusvið

breyta

Dardogne, Paris, Frakkland - Nagai Parkar, Kutch Rann, Indland

Bókfræði

breyta
  • Titill: Arfur Gula skuggans
  • Undirtitill: Drengjasaga um afrek hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: L'héritage de l'Ombre Jaune
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1963
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1973