Ógnir í lofti er unglingasaga eftir Henri Vernes.

Bob Moran Nr. 5

Söguþráður

breyta

"Þrumurnar", - nýtízkuflugvélar í eigu brezks flugfélags - virðast vera í ofboðslegum álögum. Hver á eftir annarri farast þær einhvers staðar á leið sinni til Indlands og valda dauða fjölda manns. Eru þessi slys að kenna vankunnáttu siglingafræðinga, tæknileg missmíði á vélunum eða þá skemmdarverkum? Breska flugfélagið, sem hefur látið smíða vélarnar, er í þann veginn að neyðast til þess að taka þær úr umferð, þegar Bob Moran kemur til skjalanna. - Saklausar umræður á kaffistofu við eina af breiðgötum Parísar leiða til ferðar vinar vors til Aden, - sem kölluð er Gíbraltar hinna nálægri Austurlanda - og þar kemst hann undir eins í kast við layndarsómsfullan flokk harðvítugra bófa og ævintýramanna. - Og þarna lendir Bob í háskalegum ævintýrum. - En tekst honum að svipta hulunni af þessum grunsamlegu slysum, sem henda "þrumurnar"? - Í þetta skipti gerist nokkur hluti af ævintýrum hans þarna eystra í háloftunum. En allir vita, að enda þótt Moran yfirforingi sé enginn engill, er dvölin þar uppi honum jafneiginleg og sjórinn er fiskunum.

Aðalpersónur

breyta

Bob Moran, Bill Ballantine, Prófessor Aristide Clairembart, Samúel Lefton, George Lester, Jerome Binderley

Sögusvið

breyta

París, Frakkland - Aden, Jemen - París, Frakkland

Bókfræði

breyta
  • Titill: Ógnir í lofti
  • Undirtitill: Æsispennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
  • Á frummáli: Panique dans le ciel
  • Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
  • Fyrst útgefið: 1954
  • Höfundur: Henri Vernes
  • Þýðandi: Magnús Jochumsson ?
  • Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
  • Útgáfuár: 1962