Græna vítið
Græna vítið er unglingasaga eftir Henri Vernes.
Söguþráður
breyta„Samkvæmt skýrslu þeirri, sem sérfræðingar við mannfræðistofnunina í London hafa tekið saman, hefur fengizt vissa fyrir því, að mannabein þau, sem fundust við bakka Rio Kuluene í Brazilíu, geta ekki átt rót sína að rekja til rannsóknarleiðangurs Fawcett ofursta.“ Þessi fregn, sem útvarpið bar að eyrum þeirra Bob Morans og vinar hans, Alejandro Riasar, verður upphafið að röð óvenjulegra atburða, sem þessir tveir vinir verða þátttakendur í, þó að þeim sé það þvert um geð. Áður en þeir vita almennilega af, eru þeir komnir á slóð hins sögufróða ævintýramanns og landkönnuðar, Fawcett ofursta. - Þeir eru á leið til hinnar leyndardómsfullu höfuðborgar Musuþjóðflokksins, sem allir hafa heyrt getið um í Matto Grosso, "Græna vítinu" svo kallaða, en engin veit, hvar borgin er. Skref fyrir skref brýzt Moran áleiðs að marki sínu, sem á að vera hin leyndardómsfulla borg, - gegnum hinn lífshættulega frumskóg, þar sem slöngur, rándýr, og jafnvel fiskar, sem éta menn, og blóðþyrstir indíánar liggja hvarvetna í leyni. En Bob Moran bítur á jaxlinn - hann veit, hvað bíður hans, ef hann gefst upp. Og að gefast upp er ekki að hans skapi.
Aðalpersónur
breytaBob Moran, Don Alejandro Rias, Tsinu, Carlos Paez, Antonio Paez, Coya
Sögusvið
breytaMatto grosso, Brazilía - Rio de Janeiro, Brazilía
Bókfræði
breyta- Titill: Græna vítið
- Undirtitill: Æsispennandi drengjabók um afreksverk hetjunnar Bob Moran
- Á frummáli: Sur la piste de Fawcett
- Upprunalegur útgefandi: Gérard & Co.
- Fyrst útgefið: 1954
- Höfundur: Henri Vernes
- Þýðandi: Magnús Jochumsson ?
- Útgefandi: Prentsmiðjan Leiftur Hf.
- Útgáfuár: 1961